Er kynþáttahatur synd?

Í gær var lesinn texti í kirkjum landsins þar sem Jesús kallar konu hund af því að hún er ekki Gyðingur.

Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: "Miskunna þú mér, herra, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda." En hann svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: "Láttu hana fara, hún eltir oss með hrópum." Hann mælti: "Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt." Konan kom, laut honum og sagði: "Herra, hjálpa þú mér!" Hann svaraði: "Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana." Hún sagði: "Satt er það, herra, þó eta hundarnir mola þá, sem falla af borðum húsbænda þeirra." Þá mælti Jesús við hana: "Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt." Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu. (Mat 15.21-28)

Ríkiskirkjupresturinn Guðrún Karlsdóttir segir þetta um þessi ummæli:

[Jesús] lítur upp og hreytir ónotum í konuna, er dónalegur. Hann líkir henni við hund.

Hún reynir síðan að afsaka þessa framkomu með því að segja að Jesús hafi bara verið þreyttur og pirraður:

Guð varð manneskjan, Jesús Kristur með öllu sem því fylgdi. Jesús varð þreyttur eins og við . Hann varð pirraður eins og við. 

Þannig að samkvæmt henni gerðist þetta, Jesús var pirraður og þreyttur, og þess vegna kallaði hann konu sem var að grátbiðja hann um að lækna dóttur sína hund.

Flokkast það ekki sem synd hjá þessum presti að nota svona rasista-uppnefni? Var Jesús þá ekki syndgari í hennar augum? Þetta endar auðvitað með ósköpum fyrir hugmyndakerfið sem þessi prestur á að vera að boða.


Bloggfærslur 1. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband