20.2.2010 | 13:58
Að skapa Jesú í sinni eigin mynd
Það er mjög algengt að fólk sem telur að Jesús hafi verið rosalega merkilegaur maður eigni honum sínar eigin skoðanir. Hérna virðist Elton John tileinka honum kynhneigð sína. Hvort Jesús hafi verið hommi eða ekki er auðvitað ekki vitað (þó svo að hann hafi líklega ekki verið það, þar sem að flest fólk er ekki samkynhneigt).
Þeir sem hneykslast eða hlæja að þessari uppástungu hans ættu að velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki sekir um sama hlut. Mér finnst það til dæmis mjög líklegt að Jesús hafi talið samkynja kynlíf vera synd, en kristið fólk sem er ekki á þessari skoðun (Jóhanna moggabloggari er gott dæmi) "veit" einhvern veginn að Jesús hafði neitt á móti því!
Síðast í dag rakst ég á dæmi um þessaa hneigð (að tileinka Jesú skoðanir sínar, ekki samkynhneigð) á bloggi ríkiskirkjuprestins Þórhalls Heimissonar:
Enn í dag standa stærstu kirkjudeildirnar í heiminum á móti því að konur gerist prestar og taki að sér safnaðarforystu. Það er auðvitað þvert á orð og kenningu Jesú. #
Við vitum ekki hvaða viðhorf Jesús hafði til jafnrétti kynjanna. Hvergi í guðspjöllunum segir hann eitthvað eins og: Konur og karlar skulu vera jafnrétthá í öllu og bæði kynin eiga að geta gegnt öllum embættum. Og það sem mikilvægara er, ef guðspjöllin eru góð heimild um það sem hann sagði og ef Jesús sagði eitthvað jafn mikilvægt og þetta, af hverju skrifaði enginn um það? Hefði maður ekki búist við því? Og ef Jesús var á þessari skoðun, af hverju voru tólf af lærisveinunum tólf karlmenn?
Í Nýja testamentinu er hins vegar fjallað um hvort að konur eigi að geta tekið að sér safnarðarforystu, í bréfum sem eru eftir Pál eða eru falsanir í hans nafni. Þar er svarið það að konan á ekki að hafa vald yfir karlmanni, hún á að halda kjafti á samkomum og spyrja yfirman sinn (eiginmanninn) sinn að spurningum heima. Ef Jesús boðaði jafnrétti kynjanna, þá gleymdist að segja Páli frá því.
Ætli Jesús hafi ekki líka verið fylgjandi ókeypis tannlækningum fyrir börn?
![]() |
Elton John: Jesús var samkynhneigður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)