Enn eitt árið liðið...

...og enn bólar ekkert á endurkomu Jesú. Kristið fólk er svolítið lengi að fatta að kemur ekki aftur.

Í guðspjöllunum lofar Jesús því samt að þetta ætti að gerast á fyrstu öld (í Mt 25.34 talar hann um að  "þessa kynslóð" muni sjá heimsendi og í Mt 16.28 um "nokkra þá sem hér standa"). 

Jafnvel Einar Sigurbjörnsson viðurkennir þetta:

 

Framtíðarvonir Nýja testamentisins bindast voninni um endurkomu Jesú sem dómara. Á elstu stigum hefur vonin um yfirvofandi komu Jesú verið sterk og virðist Jesús sjálfur hafa gengið út frá því í prédikun sinni: [svo vitnar hann í Mk 13.30 sem eru sömu ummæli og í Mt 25.34] (Credo, bls 457)

 

Það er alltaf frekar fyndið að sjá kristið fólk hlæja að mislukkaðri spádómsgáfu votta Jehóva (en heimsendir átti að koma ansi oft á 20. öld samkvæmt þeim), en á meðan er það í trú sem byrjaði með fólki sem var alveg eins og vottarnir.


Bloggfærslur 31. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband