22.12.2010 | 21:16
Feimnir prestar
Mér finnst merkilegt hvað það er stundum erfitt að fá ríkiskirkjupresta til að segja hreint út hverju þeir trúa.
Undanfarna daga hef ég verið að ræða við Þórhall Heimisson í athugasemdum við grein eftir hann á trú.is og hann virðist bara alls ekki vilja segja hvort hann trúi á meyfæðinguna eða ekki.
Mér sýnist hann ekki trúa á hana, og það er skiljanlegt að hann vilji ekki viðurkenna það, enda játar hann reglulega að Jesús hafi verið "getinn af heilögum anda og fæddur af Maríu mey". Það væri svolítil hræsni að trúa því ekki.