Fallegur gleðiboðskapur dagsins

Guðspjall dagsins er einkar ljótur texti úr Matteusarguðspjalli. Þetta er dæmisaga í heimsendaræðu Jesú. Ég spái því að prestar hafi í morgun ekki einbeint á þennan hluta textans:

Síðan mun [mannssonurinn] segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er djöflinum og árum hans. (Mt 25.41)

Seinna er þetta líka kallað "eilíf refsing". Þarna er Jesús að reka fólk í helvíti. Þetta er auðvitað einn af fjölmörgu textum sem að fólk sem aðhyllist "diet-helvíti" þarf að afneita. Fólk eins og ríkiskirkjuprestarnir Gunnar Jóhannesson og Þórhallur Heimisson sem segja að fólk endi í helvíti af því að það vill sjálft fara þangað, Jesús/guð myndi gjarnan vilja fá fólkið í himnaríki.

En sjáum hvað Jesús á að segja við þetta fólk á dómsdegi: "Farið frá mér". Hljómar ekki eins og að Jesús vilji fá þetta fólk í himnaríki.

Mér finnst það algerlega augljóst að fólk sem aðhyllist "diet-helvíti" gerir það í algerri andstöðu við mörg ummæli Jesú í guðspjöllunum (svo ekki sé minnst á játningar ríkiskirkjunnar!), það er á þessari skoðun af því að þeim finnst "klassískt" helvíti svo ótrúlega ógeðsleg hugmynd að þeir geta ekki ímyndað sér að góður guð myndi gera þetta.


Bloggfærslur 21. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband