Óheiðarleiki Arnar Bárðar

Ég skrifaði nýlega grein á Vantrú.is um óheiðarlegan málflutning ríkiskirkjuprestsins Arnar Bárðar. Í Fréttablaðinu í dag heldur Örn uppteknum hætti. Þetta skrifar hann:

 

Í grein sinni Trúboð úr skólum, reynir Vantrúarmaðurinn Reynir Harðarson ítrekað að gera samstarf kirkju og skóla í borginni tortryggilegt með því að hagræða sannleikanum. Þessi ákafi trúmaður virðist vilja koma allri umræðu um trú og lífsskoðanir út úr skólum borgarinnar og væntanlega landsins alls

 

Maður er nú orðinn hálf-vanur því að ríkiskirkjufólkið endurtaki þá lygi að fólk vilji "koma allri umræðu um trú og lífsskoðanir úr skólum borgarinnar", en ég er ekki orðinn vanur lokaorðunum. Að halda því fram að Reynir vilji "væntanlega" koma allri umræðu um trú og lífsskoðanir úr landinu öllu er afskaplega ómerkilegt. Þó svo að Örn segi það ekki beint út, þá vænti ég þess að hann sé að tala um að banna "umræðu um trú og lífsskoðanir" í öllu landinu, hvernig myndi maður öðruvísi koma þeim úr landinu öllu?

Þessum manni finnst greinilega ekkert athugavert við það að saka fólk að ósekju um að aðhyllast fasískar skoðanir.

Ég vona að þjóðkirkjufólk sé stolt af prestinum þeirra. Ég hvet það fólk sem blöskrar þessi málflutningur að skrá sig úr ríkiskirkjunni


Bloggfærslur 18. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband