Að vera lútherskur

Í dag er víst siðbótardagur hjá ríkiskirkjunni og nú hafa líklega margir prestar dásamað Lúther í predikunum víðsvegar um landið. Mér persónulega finnst það afskaplega ógeðfellt að þetta fólk skuli enn kenna sig við Lúther. Maðurinn var nefnilega ótrúlegur gyðingahatari. 

Það má auðvitað segja að þeir kenna sig ekki við Lúther vegna gyðingahatursins. Ég myndi til dæmis ekki hætta að nota bréfaklemmur ef það kæmi í ljós að sá sem uppgötvaði þær væri gyðingahatari. En ég myndi ekki kalla mig eftir nafninu hans.

Og þegar það kemur að Lúther, þá boðaði hann skipulagðar ofsóknir gegn gyðingum í guðfræðilegum ritum sínum. Í bók sinni Um gyðingana og lyga þeirra leggur Lúther þetta til sem lausn á „gyðingavandanum“: 

1. Að brenna samkunduhús og skóla gyðinga. 

2. Að eyðileggja hús gyðinga. 

3. Taka bænabækur og trúarbækur (Talmúdinn) frá þeim.

4. Banna rabbíum að boða/kenna trú (refsingin er líflát). 

5. Afnám ferðafrelsis handa gyðingum.

6. Banna gyðingum að stunda lánastarfsemi. 

7. Setja gyðinga í nauðungarvinnu. 

Hvernig dettur fólki í hug að vera að dásama þennan mann og kalla sig „lútherska“?


Bloggfærslur 31. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband