2.10.2010 | 16:42
Gervifræðingarnir
Ég hef verið að pæla í því hversu ganslaus mest öll menntun presta er fyrir þá. Hvers vegna í ósköpunum sér ríkiskirkjan gagn í því að láta þetta fólk læra alvöru biblíufræði þegar prestunum dettur ekki í hug að nota þetta í starfinu sínu.
Sem dæmi, þá hafa þeir örugglega lært í Háskólanum að við getum ekki verið mjög viss um hvað Jesú sagði, það er bara þannig að heimildirnar sem við höfum um hann eru ekki betri. Þetta gagnast auðvitað prestum ekki. Prestar vilja geta sagt fólki að Jesús var á móti eða með hinu og þessu. Til þess að geta það þá mega þeir alls ekki nálgast textana á fræðilegan hátt. Þeir þurfa að gleyma því sem þeir lærðu. Þetta er afskaplega óheiðarlegt að mínu mati.
Það sem mig langar mest að vita er hvað prestunum sjálfum finnist um þetta. Ætli sumir þeirra skammist sín fyrir þetta? Ætli sumir þeirra fyrirlíti hið almenna sóknarbarn svo mikið að þeir telji það ekki verið reiðubúið að heyra sannleikann?
En kannski er ég of harður, ætli flestir þeirra séu ekki bara hálfgerðir bókstafstrúarmenn sem einfaldlega sætta sig ekki við niðurstöður fræðanna og hörkuðu bara námið af sér, svipað og sköpunarsinnar sem læra líffræði.