"Í hans hendi eru JARÐARDJÚPIN , og fjallatindarnir heyra honum til".

"Í hans hendi eru JARÐARDJÚPIN , og fjallatindarnir heyra honum til". Biblían Davíðsálmar 95:4 

 

Varð bara að apa eftir Guðrúnu Sæmundsdóttur. En maður hlýtur að spyrja þetta fólk sem vill endilega þakka ósýnilega vini sínum fyrir björgun námumannanna í Chile hvort að það sé ekki guði að kenna þegar hann bjargar þeim ekki. Guð biblíunnar á það nú til að láta "jörðina gleypa" fólk.

Frábært dæmi um þennan ótrúlega tvískinnung trúmanna er auðvitað námuslysið sem varð í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Þar sem að þau mistök urðu að það var fyrst sagt að tólf af þrettán námumannanna væru á lífi, þá var það kraftaverk. En þegar það kom í ljóst að tólf af þrettán höfðu fundist látnir, þá var guði ekki kennt um.

Maður hlýtur að spyrja sig að því hvort að þessar vanhugsuðu upphrópanir trúmanna um mildi guðs séu ekki bara eitthvað sem það missir úr sér þegar það heyrir gleðilegar fréttir. En því miður held ég að svo sé bara alls ekki, á Íslandi höfum við til dæmis prest sem heldur að guð hafi verið mjög upptekinn við það að bjarga Vestmannaeyingum þegar eldgosið átti sér stað árið 1973. 

Kæru trúmenn, gætuð þið annað hvort hætt að halda því fram að guð bjargi fólki, eða þá haldið því líka fram að hann drepi fólk þegar það bjargast ekki?

 


mbl.is 20 létust í námuslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan skammast sín enn fyrir biblíuna

Sem er auðvitað afar skiljanlegt. „Pistill“ morgundagsins er úr fimmta kafla Efesusbréfsins, og kirkjan skammast sín fyrir þennan kafla. Hún hefur áður beitt frumlegum tilvitnunum í þennan kafla, ég hef bent á að stundum er pistillinn svona, þar sem kirkjan sleppir feitletruðu orðunum:

Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.

Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana, til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði. Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus. Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna, því vér erum limir á líkama hans.

"Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður." Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna. En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum.

En á morgun er pistillinn svona:

Hafið því nákvæma gát á, hvernig þér breytið, ekki sem fávísir, heldur sem vísir. Notið hverja stund, því að dagarnir eru vondir. Verið því ekki óskynsamir, heldur reynið að skilja, hver sé vilji Drottins.

Drekkið yður ekki drukkna af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum, og ávarpið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum. Syngið og leikið fyrir Drottin í hjörtum yðar, og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists.

Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists:  (Ef 5.15-21)

Síðustu orðin hérna eru einmitt fyrstu orðin í tilvitnuninni hér að ofan. Mér finnst mjög undarlegt að enda þarna á tvípunkti, en það er auðvitað mjög skiljanlegt í ljósi þess hvað kemur næst:

Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.

Þetta vill ríkiskirkjufólkið alls ekki lesa upp í kirkjum. Mjög skiljanlegt, en líka mjög óheiðarlegt.


Bloggfærslur 16. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband