Lok, lok og læs

 

Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson hleypir ekki lengur athugasemdum frá mér í gegn. Í nýjustu greininni hans um meintan áreiðanleika guðspjallanna skrifaði ég þessa athugasemd:

Í ljósi þess að þú telur heimildagildi guðspjallanna vera svona rosalega gott, trúirðu því þá að þeir atburðir sem sagt er að hafi gerst við fæðingu Jesú í Mt og Lk hafi í raun og veru átt sér stað?

Nýjatestamentisfræðingurinn treystir sér greinilega ekki til þess að svara þessari spurningu, enda held ég að flest fullorðið fólk átti sig á því að sögurnar af fæðingu Jesú eru helgisögur (og síðan eru þær ótrúlega mótsagnakenndar!).

Mér finnst það vera merki um að Þórhallur viti hve lélegan málstað hann hefur fyrst hann þorir ekki að hleypa þessari athugasemd í gegn. Og frekar aumingjalegt.


Bloggfærslur 12. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband