27.8.2009 | 23:02
Svanur og jafnrétti
Í umræðum hjá Mofa við bahæjann Svan Gísla komu tengsl trúar og siðfræði til umræðu. Ég hélt því fram að trúarbrögðin hefðu einungis fram að færa vísanir til lélegs yfirvalds, gamalla bóka eða manna (oftast dauðra) sem segjast vera sérstakir, betri en aðrir.
Einn þessara manna var stofnandi bahæjatrúarbragðanna. Hann ákvað að konur væru ekki gjörgengar í æðstu stofnun bahæjanna. Heimasíða bahæja á Íslandi hefur þetta að segja um þessa mismunum:
Þó að bæði karlar og konur séu jafn rétthá til að þjóna á kjörnum eða útnefndum stofnunum trúarinnar, þá eru aðeins karlar kjörgengir til Allsherjarhúss réttvísinnar.
Bahá'u'lláh setti sjálfur þetta ákvæði, og það er því óbreytanlegt viðhorf í bahá'í trú, rétt eins og það er á ábyrgð allsherjarhússins að stuðla að fullu jafnrétti kynjanna. Bahá'u'lláh gaf enga skýringu á þessu fyrirkomulagi í stjórnkerfinu. Af því leiðir að þó að einstakir átrúendur velti ástæðunum fyrir sér, þá er engin opinber skýring til.Það eina, sem hægt er að segja í dag, er að þetta sé trúaratriði. 'Abdu'l-Bahá sagði að vísdómurinn á bak við þetta ákvæði myndi skýrast í framtíðinni. Hann sagði að áður en langt um líður, verður það ljóst eins og sól í hádegisstað.
Ég minntist á þessa mismunum í umræðunum hjá Mofa, Svanur hafði þetta að segja:
Hvað veru kvenna á AHR snertir hefur það ekkert með jafnrétti að gera eins og margir óvelviljaðir gagnrýnendur trúarinnar vilja vera láta, heldur hlutverk og eðli stofnunarinnar sjálfrar. Það er umræða sem ég mundi gjarnan vilja taka, en varla á þessum þræði.
Ég leyfi mér að umorða þetta svona: Það hefur ekkert með jafnrétti að gera að konur eru ekki kjörgengar í æðstu stofnun okkar. Einmitt. Útskýrðu endilega hvernig það gengur upp Svanur!