21.8.2009 | 14:13
Ég er víst níðingur
Í gær leit út fyrir að ég myndi lenda í skemmtilegum rökræðum um Nýja testamentið við ríkiskirkjuprestinn Þórhall Heimisson á blogginu hans. En Þórhallur vildi skyndilega ekki ræða meir um Nýja testamentið í færslu um biblíuna og fór þess í stað að ræða um allt annað.
Þetta hafði Þórhallur að segja um mig:
Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.
Níðingar. Af ávöxtunum þekkist þið. [athugasemd 14]