Prestur skilur ekki þrenninguna

Þessi titill er í raun og veru rangur. Enginn skilur þrenninguna, því að hún er óskiljanlegt bull og vitleysa. Trúmenn nota auðvitað ekki þessi orð heldur tala þeir um að þrenningin sé „leyndardómur“.

Þrenningarkenningin á að vera mitt á milli tveggja villutrúarkenninga, sem báðar eru auðskiljanlegar. Annars vegar er það þrígyðistrú, sú trú að það séu þrír guðir. Hin villutrúarkenningin er miklu algengari, og ef einhver segist skilja þrenninguna, þá er hann að öllum líkindum að ruglast á þrenningunni og þessari villutrú. Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson er gott dæmi:

Íhugunarefni þrenningarhátíðar er eðli Guðs og hvernig Guð mætir okkur í lífinu. Nafn þrenningarhátíðarinnar er dregið af því að Guð birtist okkur á þrennan hátt, sem þrjár persónur. Þessi birting Guðs í heiminum hefur frá fornu fari verið kölluð heilög þrenning.#

Þessi villutrú kallast módalismi og er í stuttu máli sú trú að guð sé þrír að því leytinu til að hann birtist okkur á þrennan hátt.  Það er engin furða að Þórhallur telji þrenninguna vera einfalda og auðskiljanlega, hann er villutrúarmaður.*

*Það er auðvitað mögulegt að hann viðurkenni að þrenningin sé "leyndardómur", en að hann lendi bara í módalisma þegar hann reynir að útskýra hana.


Bloggfærslur 9. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband