14.5.2009 | 07:52
Siðferðisvandræði trúaðs fólks
Mér finnst ótrúlegt hvað trúað fólk á stundum erfitt með að fordæma hluti sem eru augljóslega slæmir.
Trúvarnarmennirnir Guðsteinn og Mofi eiga til dæmis afar erfitt með að fordæma það að útrýma þjóðum vegna einhvers sem forfeður þjóðarinnar gerðu #. Þeir ættu til dæmis í erfiðleikum með að svara því hvort það væri rétt að útrýma öllum Dönum (þar með talið nýfæddum börnum!) út af Kópavogsfundinum.
Nýjasta dæmið af þessum erfiðleikum trúaðs fólks er frá Guðrúni Vöku, en hún veit ekki hvort að vísindamaður væri slæmur ef hann byggi til banvænan vírus og smitaði fólk með honum.
Ég hef hingað til ekki fengið svör frá ríkiskirkjuprestum um þessi málefni, en þeir trúa á guð Gamla testamentisins (sá sem fyrirskipaði og framkvæmdi þjóðarmorð) og þeir trúa því að guðinn þeirra hafi skapað sýkla [1].
Ég á afar erfitt með að taka það fólk alvarlega sem getur ekki fordæmt hluti eins og sýklahernað og þjóðarmorð vegna þess að þá þyrfti það að fordæma guðinn sinn.
[1] Ríkiskirkjupresturinn Skúli Ólafsson segir: "Guð skapaði sýkla og ég hef ekki hugmynd um hvers vegna hann gerði það."Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)