23.4.2009 | 10:22
Stórkostleg uppgötvun prests
Þegar ég les nýlegar predikanir ríkiskirkjuprestsins Gunnar Jóhannessonar, þá er augljóst að hann er búinn að lesa eitthvað af efni frá bókstafstrúuðum trúvarnarmönnum frá Bandaríkjunum. Þeir eru ekki beint heiðarlegustu mennirnir í rannsóknum á frumkristni og ég býst við því að þaðan hafi hann fundið þessa ótrúlegu fullyrðingu sem er að finna í nýjustu ræðunni hans:
Tóma gröfin er staðfest í mörgum ólíkum heimildum, sem sumar hverjar má dagsetja innan við 10 árum eftir krossfestingu Jesú. #
Sannleikurinn er auðvitað sá að það er fyrst minnst á meintu tómu gröf Jesú í Markúsarguðspjalli, sem er talið vera ritað í fyrsta lagi í kringum 70, fjörutíu árum eftir krossfestingu Jesú.