14.3.2009 | 16:53
Ekkert fyndið við skopmynd ársins
Myndin af Svarthöfða í prestagöngu var valin skoplegasta mynd ársins. Mér finnst það undarlegt, því eins og ríkiskirkjupresturinn og Wikipediu-fræðingurinn Þórhallur Heimisson benti á, þá er þetta í raun og veru næsti bær við það að ráðast á börn sem eru á leið í sunnudagaskólann:
Nú er slík friðhelgi rofin. Þó tilburðir Vantrúarmannsin í gerfi Svarthöfða hafi verið hlægilegir, þá réðst hann að friðhelgi og trú yfir 90% landsmanna þegar hann hæddist að krossinum og brá fyrir hann sverði sínu. Og geta menn treyst því að næst verði ekki vegið að prestum og kirkjufólki með alvarlegri hætti? Eða fólki úr öðrum söfnuðum? Eiga múslímar á hættu aðkast við föstudagsbænir sínar? Verður sumarblóti ásatrúarmanna hleypt upp?Er á það hættandi að senda börnin ein í sunnudagaskólann næsta haust?Verður setið fyrir þeim?
![]() |
Kristinn á mynd ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |