12.3.2009 | 13:27
Góð breyting
Að barn sé sjálfkrafa skráð í trúfélag móður við fæðingu er álíka gáfulegt og að skrá barn sjálfkrafa í stjórnmálaflokk móður við fæðingu. Þetta gengur augljóslega þvert á hugmyndir manna um jafnrétti.
Ástæðan fyrir því að kerfið er svona er auðvitað sú staðreynd að ríkiskirkjan græðir á þessu. Ef fólk þyrfti að taka meðvitaða ákvörðun um að ganga í trúfélag, þá myndi verða enn örari hlutfallsleg fækkun í henni og það þýðir minni pening fyrir ríkiskirkjuprestana.
Mér finnst áhugavert að enginn af þessum ríkiskirkjuprsestum hafi tjáð sig um þessa frétt. Síðast þá kom Kristján Björnsson með afskaplega heimskuleg mótmæli. Í miðjum umræðum hafði greyið presturinn ekki tíma til þess að útskýra hvað hann ætti við (þó hann hefði nægan tíma til þess að blogga). Ég svaraði bullinu hans auðvitað hérna. Ég á bágt með að trúa öðru en að þessi rök sem blessuð gungan kemur með séu fyrirsláttur. Þessum gáfumanni fannst nefnilega ekki líklegt að peningasjónarmið réðu ferðinni þar sem sóknargjöld koma ekki til fyrr en við sextán ára aldur. Maðurinn áttar sig greinilega ekki á því að nýfædd börn verða flest sextán ára.
Ef starfsmenn ríkiskirkjunnar eiga eftir að mótmæla þessu, þá má búast við einhverjum fáránlegum tilbúnum rökum (eins og hjá Kristjáni). En ég veit að þeir hafa áhyggjur af því að þetta eigi eftir að þýða fækkun í ríkiskirkjunni.
![]() |
Endurskoða sjálfkrafa skráningu í trúfélög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |