6.12.2009 | 23:06
Falleg vers
Tveir ríkiskirkjuprestar, Svavar Alfreð og Þórhallur Heimisson, lofuðu í dag kafla úr Gamla testamentinu.
Svavar segir meðal annars:
Bæði í lexíunni og jólalaginu er fjallað um miklar vonir og bjartar. Þar er kveikt á vonarljósum jafnaðar, sáttar, frelsis, réttlætis og friðar. Þó eru árþúsund á milli þessara tveggja texta. #
Þórhallur segir meðal annars:
Þessi texti er skrifaður í spádómsbók Jesaja í Gamla testamentinu. Þar segir frá spádómi um heiminn eins og hann muni verða þegar Messías, Kristur, Frelsarinn, hefur fullkomnað starf sitt og rutt brott öllu hinu illa úr veröldinni. #
Textinn sem þeir vísa til er Jesaja 11.1-9, en ef maður les kaflann þá sér maður að lýsingin á því hvernig þessi fullkomni jafnaðar, sáttar, frelsis, réttlætis og friðar endar alls ekki í versi níu. Í versi þrettán kemur til dæmis fram að þjóðirnar Júdea og Efraím munu hætta öllum ófriði, en fallegt. Í næsta versi sést líka að þessar þjóðir munu vinna saman í draumaheimi Messíasar:
Þeir munu steypa sér niður á síðu Filista gegn vestri og ræna í sameiningu austurbyggja. Edóm og Móab munu þeir hremma og Ammónítar verða þeim lýðskyldir.
Þannig að í hinum fullkomna heimi sáttar og friðar verður ekki gaman að vera nágranni Júdeu.