„Guð er kærleikur“

Guðfræðingurinn Jóhanna Magnúsdóttir kom með athugasemd við síðustu færslu mína þar sem hún kom meðal annars með eina fullyrðingu sem mér finnst afskaplega þreytandi: Guð er kærleikur.

Hún sagði reyndar orðrétt: „Ég set samansemmerki milli Guðs og kærleika“. Að mínu hógværa mati er þetta bara væmin fullyrðing sem kitlar eyrun á sumu fólki en er í raun nánast innihaldslaus þegar maður skoðar hana.

Ég sé í fljótu bragði tvennt sem þetta gæti þýtt. Annars vegar að þarna sé verið að segja að guð hafi eitthvað með kærleika að gera, það er sem sagt verið að fullyrða um kærleika:

Sú tilfinning að bera kærleika til einhvers er ósýnilegur maður.

Ég held að flestir átti sig á því að þetta sé bull og vitleysa, þannig að það er ljóst að það er ekki samansemmerki á milli „kærleika“ og „guðs“. Ósýnilegur maður tengist ekkert því að bera kærleika til einhvers.

Annars vegar sé ég fyrir mér að það sé verið að segja að guðinn hafi eitthvað með kærleika að gera, eitthvað í þessa átt:

Ósýnilegi maðurinn er alveg ótrúlega góður.

Þetta er líklega það eina skiljanlega sem „Guð er kærleikur“ getur þýtt. Guðspekingarnir mega alveg benda mér á þriðja möguleikann ef mér hefur yfirsést hann. Það væri gaman ef Jóhanna gæti sagt okkur hvort að þetta hafi ekki verið innihaldið í fullyrðingunni hennar.

Að segja „Guð er kærleikur“ er náttúrulega miklu flottara og gáfulegra en að segja: „Ósýnilegi maðurinn er svakalega góður“ en merkingin, ef hún er einhver, er nákvæmlega sú sama.

Ég held að ástæðan fyrir þessum tilgangslausa og flækjandi orðaleik hjá trúmönnum sé sá að ef þeir myndu sleppa honum, þá væri það einum of augljóst hve einföld og hálf-barnaleg þessi mikla speki er í raun og veru.


Vitnisburður sköpunarverkisins

Kalli biskup sagði þetta á aðfangadag:

Sköpunarverkið ber [guði] vitni. #

Ég vil bara minna herra Karl Sigurbjörnsson á að það eru ekki nema fimm ár síðan guðinn hans drap hátt í þrjúhundruðþúsund manns (stór hluti þess börn) í flóðbylgjunni miklu á Indlandshafi.

Þú verður að afsaka það Kalli minn, en „sköpunaverkið“ ber þess einmitt vitni að algóður skapari er ekki til. Guðinn þinn er augljóslega ekki til.


Bloggfærslur 27. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband