Vandinn við fæðingarfrásagnirnar

Eins og fram kom í síðustu færslu minni, þá sagðist Þórhallur Heimisson hafa hætt við að skrifa um fæðingarfrásagnir guðspjallanna vegna þess að einhverjir ónefndir aðilar séu vondir við hann á netinu.

Mér persónulega finnst þetta asnaleg ástæða fyrir því að skrifa ekki um fæðingarfrásagnirnar, en ég get vel trúað því að Þórhallur nenni ekki að standa í stappi á netinu. Ég veit hins vegar um góðar ástæður fyrir því að ríkiskirkjuprestur myndi ekki vilja skrifa um fæðingarfrásagnirnar.

Það má segja að söluvara prestanna sé Jesús og eina almennilega heimildin sem þeir hafa um Jesús eru guðspjöllin. Ef það er ekkert að marka guðspjöllin, þá geta prestarnir afar lítið sagt um Jesús.

Ég trúi ekki öðru en að mikið af fólki sjái að fæðingarfrásagnirnar eru helgisögur. Vondur konungur sem reynir að drepa barnið, englakórar, skilaboð í draumum  og fleira í þeim dúr.

Þegar maður skoðar frásagnirnar nánar, þá vandast málin bara. Þetta eru í raun og veru tvær mótsagnakenndar sögur af fæðingu Jesú, ekki tvö afbrigði af sömu sögunni.  Vandamálin enda ekki þar, vísanir í spádóma eru í algjöru rugli (sumir ekki einu sinni til) og sumir atburðir standast bara enga sagnfræðilega rýni.

Þannig að það er góð ástæða fyrir presta að vilja ekki skoða fæðingarfrásagnirnar, þær sýna fram á að það sé ekki hægt að treysta guðspjöllunum og þar af leiðandi að við getum vitað afar lítið um Jesús.


Bloggfærslur 25. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband