23.11.2009 | 15:53
Þórhallur eitthvað í slæmu skapi
Ég var farinn að hlakka til að lesa skrif Þórhalls Heimissonar um fæðingarfrásagnir guðspjallanna, enda hef ég skrifað svolítið um einmitt þetta, til dæmis þessi umfjöllun um spádómana í fæðingarfrásögn Matteusarguðspjalls og þetta bréf til Karls Sigurbjörnssonar þar sem útskýri fyrir honum af hverju frásagnirnar eru ótrúlegar.
Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna Þórhallur hættur við þessi skrif, því hann vísar bara til þess að einhverjir hafi skrifað eitthvað neikvætt um þetta á netinu. Nú skil ég ekki hvers vegna það ætti að hafa áhrif á hann. Ég hélt að prestar ættu að hafa stundað gagnrýnt nám um einmitt svona efni og því ættu þeir ekki að lenda í uppnámi þó að einhver gagnrýni hugmyndir þeirra á þessu sviði.
En förum yfir það sem Þórhallur skrifar:
Maður má ekki velta vöngum um trúmál hér á vefnum, heiðarlega og fordómalaust, án þess að fá yfir sig eins og hellt úr fötu gall hatursmanna kristninnar
.
Til að byrja með er rétt að benda á að með því að nota geimveruna er Þórhallur að vísa í gamla merkið Vantrúar, sem var geimvera á krossi. Hann heldur því fram að vegna þess merkis séum við níðingar.
En ég persónulega veit ekki um neitt gall frá okkur hatursmönnum kristninnar sem þessi væntanlegu skrif hans hafa vakið. Einu skrifin sem ég hef séð um þetta er bloggfærsla eftir Jón Val (varla er hann hatursmaður kristninnar) og önnur bloggfærsla eftir Sigurð Þór.Það er líka áhugavert að með því að setja að skrifin hans séu heiðarleg og fordómalaus er hann auðvitað að gefa til kynna að skrif hatursmannanna séu það ekki. Það er auðvitað ekki rökstutt.
En Þórhallur heldur áfram:Þeir þora að vísu ekki að skrifa hér hjá mér - en hafa hellt úr sér á öðrum stöðum hér á netinu.
Þetta eru ansi merkileg ummæli í því ljósi að Þórhallur hefur lokað á ansi marga á blogginu sínu, til dæmis lokaði hann á mig, fyrir að dirfast að gagnrýna skoðanir hans. Að hann skuli halda því fram að hatursmennirnir þori ekki að gera athugasemdir við skrifin hans beint eru auðvitað annað hvort vísvitandi rangfærsla eða mjög miklar ranghugmyndir.
Áfram heldur Þórhallur:
Menn sem telja sig hafa SANNLEIKANN í vasanum og þola ekki að hlutirnir séu skoðaðir opnum huga.
Mér finnst undarlegt að maður sem að vinnur sem prestur, og heldur væntanlega að kristindómurinn sé sannleikurinn (ef ekki þá væri hann varla í þeirri vinnu) skuli vera að ásaka aðra um að hafa SANNLEIKANN í vasanum.
Síðan er auðvitað enn ein rakalaus ásökun frá prestinum um að þeir sem eru ósammála honum þoli ekki að hlutirnir séu skoðaðir með opnum hug. Þetta segir maðurinn sem vill ekki ræða málin og lokar á sem eru ósammála honum.
Ég veit ekki hvað er hægt að segja um Þórhall. Ég held að maðurinn þurfi bara að slappa af og taka því ekki svona persónulega þó svo að skoðanir hans séu gagnrýndar. Ef hann ræður ekki við að það sé rætt um skrif hans um trúmál, þá ætti hann bara að sleppa því að skrifa um þetta efni.