Upprisutrúin

Á heimasíðu ríkiskirkjunnar kemur Þórhallur Heimisson með þetta ráð:

Ég vil ráðleggja hverjum þeim sem virkilega vill kynnast hinni kristnu upprisutrú  að taka Nýja testamentið sitt og fletta upp á 15. kaflanum í fyrra korintubréfi og lesa það sem Páll skrifar þar. #

Ef við kíkjum á það sem stendur þarna þá sjáum við meðal annars þetta:

Þannig er og ritað: "Hinn fyrsti maður, Adam, varð að lifandi sál," hinn síðari Adam [Jesús] að lífgandi anda. (Fyrra bréf Páls til Korin 15:45)

En það segi ég, bræður, að hold og blóð getur eigi erft Guðs ríki, eigi erfir heldur hið forgengilega óforgengileikann. (Fyrra bréf Páls til Korin 15:50)

Sem sagt, hinn upprisni Jesús var andi og hold og blóð getur ekki „erft Guðs ríki“.

Berum þetta saman við það sem kemur fram í einu guðspjallanna:

Lítið á hendur mínar og fætur, að það er ég sjálfur. Þreifið á mér, og gætið að. Ekki hefur andi hold og bein eins og þér sjáið að ég hef." (Lúkasarguðspjall 24:39)

Þarna segir hinn upprisni Jesús hins vegar að hann sé ekki andi og að hann sé úr „holdi og beinum“.

Páll hafði greinilega allt aðrar hugmyndir heldur en sá sem skrifðai Lúkasarguðspjall og það er ljóst að hann trúði ekki á sögur af upprisnum Jesú sem labbar um í „holdi og blóði“. Sögurnar af hinum upprisna Jesú sem við lesum í guðspjöllunum hljóta því að vera síðari tíma tilbúningur.


Bloggfærslur 2. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband