Játning þjóðkirkjuprests

Fyrir nokkrum dögum síðan skrifaði ríkiskirkjupresturinn Baldur Kristjánsson athugasemd við færslu mína um  játningu Einars Sigurbjörnssonar. Hérna er áhugaverði hluti athugasemdarinnar:

Jesús talar þannig að hann búist við því að hinir síðustu tímar séu nálægir. Hann meira að segja reiknar með því að samtíðarmenn hans muni upplifa þá tíma, sem rætist ekki, ekki í fljótu bragði séð. Þetta er sannarlega umhugsunar virði.

Nú væri gaman að vita hvort Baldur telji að Jesús hafi ekki sagt þessi ummæli sem honum eru eignuð í guðspjöllunum, það er að segja hvort guðspjöllin séu óáreiðanleg, eða þá hvort Jesús hafi bara verið falsspámaður.

Þetta er að ég held í fyrsta sinn sem ég sé ríkiskirkjuprest minnast á þessar vandræðalegu spár Jesú og ég er ekki bjartsýnn á að Baldur muni ræða meira um þetta, ríkiskirkjuprestar virðast ekki hafa mikinn áhuga á umræðum um kristna trú.


Bloggfærslur 14. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband