Kristið siðgæði og þjóðarmorð

Mér finnst það kristna fólk sem vegsamar „kristið siðgæði“ mest eiga í mestum erfiðleikum með að svara afskaplega einföldum spurningum um siðferði. Tökum sem dæmi þessa spurningu:

Er rétt að eyða þjóð vegna einhvers sem forfeður þeirra gerðu hundruðum ára áður?

Ég held að flest fólk ætti ekki í neinum erfiðleikum með að segja: „Nei, auðvitað er það rangt.“, en trúvarnarmanninum Guðsteini Hauki finnst þetta vera afskaplega erfið spurning, þetta er svarið hans:

Ég get ekki svarað þessu með vissu þar sem mig vantar forsendur sem hvurgi hafa komið fram. #

Vandamálið er það að ég hafði nýlega bent honum á skipun frá guðinum hans í Gamla testamentinu. Legó-biblían segir skemmtilega frá þessu. En hérna eru versin sem skipta máli, Samúel segir við Sál:

Svo segir Drottinn herskaranna: Ég vil refsa Amalekítum fyrir það sem þeir gerðu Ísrael: Þeir lokuðu leiðinni fyrir Ísrael þegar hann fór út úr Egyptalandi. Nú skaltu fara og sigra Amalek. Helgaðu þá banni og allt sem þeim tilheyrir. Hlífðu engum. Dreptu karla og konur, börn og brjóstmylkinga, naut og sauðfé, kameldýr og asna. (1Sam 15.2-3)

Þannig að Sál á að fremja þjóðarmorð á Amalekítum fyrir það sem forfeður þeirra gerðu við Ísraelsmenn hundruðum árum áður. Þetta geta Guðsteinn og aðrir trúvarnarmenn ekki fordæmt með sínu „kristilega siðgæði“.


Bloggfærslur 11. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband