Einar Sigurbjörnsson viðurkennir að Jesús var falsspámaður

Í bókinni Credo eftir Einar Sigurbjörnsson, sem hann notar til að kenna tilvonandi prestum ríkiskirkjunnar, er þessa játningu að finna:

Framtíðarvonir Nýja testamentisins bindast voninni um endurkomu Jesú sem dómara. Á elstu stigum hefur vonin um yfirvofandi komu Jesú verið sterk og virðist Jesús sjálfur hafa gengið út frá því í prédikun sinni:

Sannlega segi ég yður þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram. (Mk 13.30) bls 457

Það er auðvitað merkilegt að Einar skuli viðurkenna að Jesús hafi verið falsspámaður, en það er  enn merkilegra að Einar reynir ekki að útskýra hvers vegna þetta þýði ekki að kristni sé bull og vitleysa. Ef Jesús hélt að heimsendir hefði átt að koma fyrir næstum því 2000 árum síðan, hvers vegna í ósköpunum ætti maður að trúa öllu hinu sem er eignað honum í guðspjöllunum?

Það er líka merkilegt að þetta er að ég held eina umfjöllunin sem ég hef rekist á hjá ríkiskirkjufólki um þessa vandræðalegu staðreynd, að Jesús guðspjallanna var falsspámaður. Gungurnar þora ekki að ræða um þetta.


Bloggfærslur 10. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband