20.9.2008 | 14:12
Koma mannssonarins
Ég hef áður skrifað um fáránlegar afsakanir Guðsteins Hauks varðandi vandræðalega seinkun Jesú (nánd er fjarlæg!). Í Þetta skiptið fáum við að heyra afsökun frá Mofa. Versin sem um ræðir (sem ríkiskirkjustarfsmenn þegja um!) eru þessi:
Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans. Sannlega segi ég ykkur: Nokkrir þeirra sem hér standa munu ekki mæta dauða sínum fyrr en þeir sjá Mannssoninn koma í ríki sínu. (Mt 16.27-28)
Mofi hefur þetta um versin að segja:
Ég skil þetta ekki þannig að Jesú er að tala um að þeir sem eru þarna munu verða vitni að endurkomunni heldur þeir verða vitni að einhverju öðru; sjá Jesú í sinni réttri dýrð eða t.d. þegar Jesú steig til himna. #
Held að það þurfi ekki að segja neitt um þetta. Vil bara benda á að það sem ég hef feitletrað er nákvæmlega það sama í grískunni. Ef ég segi "koma mannssonarins" í næstu setningu á undan í sambandi við heimsendi, hverjar eru líkurnar á að ég noti "koma mannssonarins" í sambandi við eitthvað allt annað í næstu setningu?