Er nánd fjarlæg eða nálæg?

Eitt af vandræðalegustu hlutum biblíunnar eru allir þeir staðir í Nýja testamentinu þar sem höfundarnir (og meira að segja Jesús!) segja að heimsendir sé rétt handan við hornið.

Ég held að afsökun Guðsteins Hauks í þessum umræðum sé meðal þeirra allra fyndnustu:

 "í nánd" er í mínum huga hvenær sem er, í náinni framtíð eða jafnvel fjarlægri.

Þannig að þegar Guðsteinn heyrir einhver heimsendaspámann standa á pappakassa á götuhorni öskra: "Heimsendir er í nánd!", þá heldur Guðsteinn að hann sé að segja: "Heimsendir kemur einhvern tímann, annað hvort í náinni framtíð eða jafnvel fjarlægri, s.s. eftir 2000 ár!".

Ef þú þarft að snúa út úr orðum eins og "í nánd", svo að það geti þýtt "eftir 2000 ár", bendir það þá ekki til þess að það sé eitthvað að málstaðnum sem þú ert að verja?


Bloggfærslur 28. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband