Kristilegur kærleikur

Á umræðum hjá Aðalbirni Leifssyni við grein sem heitir "Hatur", kemur fullyrðing frá hinum kærleiksríka kristmanni Guðsteini Hauki sem má segja að tengist heiti greinar Aðalbjarnar betur en sjálft efni greinarinnar:

Aðra sögu má segja um þá [meðlimi Vantrúar], þeir gera nákvæmlega EKKI neitt til þess að gera heiminn betri. Hvorki í formi fjárhagsstuðnings né orða.

Við á Vantrú höfum oft verið sakaðir um að hata trúað fólk og að vera almennt illa við trúað fólk. Það er rangt. Ef einhver okkar myndi fullyrða að trúað fólk myndi ekki gera neitt til þess að gera heiminn betri, þá held ég að það væri eitthvað til í þeirri ásökun.

En nú veit Guðsteinn augljóslega ekkert um hvað meðlimir Vantrúar gera til þess að bæta heiminn, hvort sem það er í formi fjárhagsstuðnings né orða. Ég persónulega þekki bara til fjárhags eins meðlims, minn fjárhag. Ummæli Guðsteins segja því ekkert um okkur, en segja hins vegar heilmikið um hann og fordóma hans.


Bloggfærslur 13. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband