Ímynduð "stöðuskráning" ríkiskirkjuprests

Nýlega kvartaði ríkiskirkjupresturinn hann Kristján Björnsson yfir því að Hagstofan birti bara fréttir af trúfélagsskiptum fólks, en ekki það sem hann kallaði "stöðuskráningu", sem hann segir að "[segi] til um raunverulega þróun í fjölda, fjölgun eða fækkun". Hagstofan birti bara fréttir af trúfélagsskiptum, einfaldlega af því að hún hafði bara fengið nýjar tölur um það. En því miður munum við líklega aldrei vita hvað presturinn átti við, því hann er búinn að loka á athugasemdir.

Það þarf ekki að vera mikill tölfræðisérfræðingur til þess að finna út raunverulega fjölgun eða fækkun í Þjóðkirkjunni. Þú berð einfallega saman fjölda þeirra sem voru skráðir í Þjóðkirkjuna á hverju ári. Samkvæmt Hagstofunni voru 252.234 skráðir í Þjóðkirkjuna árið 2006 og 252.461 árið 2007. Fjölgun upp á 227.

Ég held að allir séu sammála því að þetta sé raunveruleg þróun í fjölda, allir nema presturinn. Hann segir:

...talan 227 er ekki sú tala sem ég er að tala um þegar ég nefni stöðuskráningu.

Hvað í ósköpunum er maðurinn þá að tala um? Í stað þess að útskýra mál sitt ákvað presturinn að loka á athugasemdir. Mér persónulega finnst líklegt að presturinn hafi verið að tala um þessa tölu, en að hann hafi einfaldlega ekki athugað hver hún væri (ef til vill ekki trúað því að hún væri svona lág). Í staðinn fyrir að útskýra hvað hann átti við eða hreinlega að viðurkenna að hann hafði rangt fyrir sér þá lokar hann á umræðuna. Afskaplega lítilmannlegt.

Lesið endilega umræðuna og takið eftir því að þegar ég spyr hann út í hvað "stöðuskráning" er, þá eyðir hann 12 línum í að kvarta yfir því að Matti hafi talað um ríkiskirkju.


Bloggfærslur 29. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband