29.12.2008 | 01:28
Ríkiskirkjuprestur í rugli
Í nýlegri ræðu sagði ríkiskirkjupresturinn Skúli Sigurður Ólafsson:
Allt ljómaði í nóttinni og boðskapur jólanna var skýr: friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnunum. Já, sumt er það í tilverunni sem heldur sínu striki, hverfur hvorki né dofnar hvað sem á gengur.
Já, sumt heldur sínu striki, en annað breytist. Þessi boðskapur jólanna er ársgömul vitlaus þýðing. Í fyrra var boðskapur jólanna: ...friður á jörðu með mönnum, sem guð hefur velþóknun á. Þetta hefur starfsmönnum ríkiskirkjunnar ef til vill ekki fundist nógu fallegur boðskapur og þess vegna var þessu breytt.
29.12.2008 | 01:08
Prestar og börn
Samkvæmt hinum mikla biblíufræðingi og ríkiskirkjupresti Baldri Kristjánssyni, þá leit fæðing Jesú einhvern veginn svona út:

Baldur segir nefninlega að frásögnin af fæðingu Jesú lýsi eflaust atburðum sem hafa gerst. Kannski tekur hann þessi orð Jesú of alvarlega: Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki.