Er kristin trú ekki falleg?

Einar Sigurbjörnsson, bróðir Kalla biskups, guðfræðiprófessor og kennari í ríkiskirkjudeild Háskóla Íslands, kallar eftirfarandi „hina sígildu lúthersku kenningu“ í bók eftir sig (á bls 465 í Credo, sem er einmitt notuð sem kennslubók í ríkiskirkjudeildinni!):

Eftir dóminn, hreppa þeir, sem með vantrú og þrjósku hafa hafnað Guðs náð, eilífan dauða eða eilífa glötun. Líf þeirra verður ævinlegt kvalalíf í sambúð við illa handa, endalaus angist og örvænting án allrar vonar um frelsun. Þetta er og kallað hinn annar dauði.

Þessa lýsingu á „hinni sígildu lúthersku kenningu“ er að finna í Helgakveri (bls. 72) sem var mest notaða fermingarkver ríkiskirkjunnar við upphaf síðustu aldar. Er kristin trú ekki falleg?


Bloggfærslur 21. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband