Börn og Þjóðkirkjan

Samkvæmt Þjóðkirkjunni, þá er ekkert athugavert við það að kvelja nýfædd börn, svo lengi sem guð er að kvelja börnin eða þá að guð samþykkir kvalirnar.

Ég veit að ég verð sakaður um að koma með útúrsnúninga, en ef Þjóðkirkjunni er alvara með játningum sínum, þá er ég einungis að benda á rökréttar afleiðingar því sem kemur fram í játningunum hennar.

Í höfuðjátningu Þjóðkirkjunnar, Ásborgarjátningunni, stendur:

Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda. #

Auðvitað trúa prestar Þjóðkirkjunnar þessu ekki, þeir hafa aðra á$tæðu fyrir því að vinna fyrir Þjóðkirkjuna. En samkvæmt þessu, þá eiga nýfædd börn skilið ("raunveruleg synd"!) að lenda í eilífri glötun, sem sama játning segir að sé "eilífar kvalir" #.

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur guð kristinna manna sett þá hugmynd í fólk að nýfædd börn séu saklaus, þegar sannleikurinn er sá að þau eiga skilið að kveljast að eilífu.

Ímyndum okkur að æðsti biskup Þjóðkirkjunnar dæi á morgun og fyrsta verkið hans í himnaríki væri að fara niður í helvíti og kvelja börn sem dóu við fæðingu. Myndi ónefndi biskup gera það? Í bókinni í birtu náðarinnar segir ónefndi biskup að "[v]ígðir þjónar kirkjunnar" [hann!] beri sérstaka ábyrgð á því að kirkjan sé "trúföst játningum lútherskrar kirkju". Samkvæmt þessum játningum eiga nýfædd börn skilið að kveljast að eilífu. Þannig að guð væri í fullum rétti að senda þau beinunstu leið í helvíti. Karl Sigurbjörnsson segist trúa því að algóður guð geti kvalið börn að eilífu fyrir þá "synd" að hafa fæðst.

En ég ætla að leyfa greyið manninum að njóta vafans og trúa því að hann sé hræsnari.


Bloggfærslur 20. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband