Hin einu sönnu tíu boðorð.

Ég hef tekið eftir því að kristnir moggabloggarar virðast ekki kunna boðorðin tíu. Hérna eru þau boðorð sem biblían kallar boðorðin tíu:

  1.  Þú skalt eigi tilbiðja neinn annan guð, því að Drottinn nefnist vandlætari. Vandlátur Guð er hann.Varast að gjöra nokkurn sáttmála við íbúa landsins, því að þeir munu taka fram hjá með guðum sínum og þeir munu færa fórnir guðum sínum, og þér mun verða boðið og þú munt eta af fórnum þeirra. Og þú munt taka dætur þeirra handa sonum þínum, og dætur þeirra munu taka fram hjá með guðum sínum og tæla syni þína til að taka fram hjá með guðum þeirra.
  2. Þú skalt eigi gjöra þér steypta guði.
  3. Þú skalt halda hátíð hinna ósýrðu brauða. Sjö daga skaltu eta ósýrð brauð, eins og ég hefi boðið þér, á ákveðnum tíma í abíb-mánuði, því að í abíb-mánuði fórst þú út af Egyptalandi. Allt það, sem opnar móðurlíf, er mitt, sömuleiðis allur fénaður þinn, sem karlkyns er, frumburðir nauta og sauða. En frumburði undan ösnum skaltu leysa með lambi. Leysir þú ekki, skaltu brjóta þá úr hálsliðum. Alla frumburði sona þinna skaltu leysa, og enginn skal tómhentur koma fyrir auglit mitt.
  4. Sex daga skaltu vinna, en hvílast hinn sjöunda dag, þá skaltu hvílast, hvort heldur er plægingartími eða uppskeru.
  5. Þú skalt halda viknahátíðina, hátíð frumgróða hveitiuppskerunnar, og uppskeruhátíðina við árslokin.
  6. Þrem sinnum á ári skal allt þitt karlkyn birtast frammi fyrir Drottni Guði, Guði Ísraels. Því að ég mun reka heiðingjana burt frá þér og færa út landamerki þín, og enginn skal áseilast land þitt, þegar þú fer upp til að birtast frammi fyrir Drottni Guði þínum þrem sinnum á ári.
  7. Þú skalt ekki fram bera blóð fórnar minnar með sýrðu brauði.
  8. Páskahátíðarfórnin má ekki liggja til morguns.
  9. Hið fyrsta, frumgróða jarðar þinnar, skaltu færa til húss Drottins Guðs þíns.
  10. Þú skalt ekki sjóða kið í mjólk móður sinnar.
Þetta eru boðorðin tíu sem eru talin upp í 34. kafla annarrar Mósebókar
Og það vill svo til að þessi boðorð eru kölluð "tíu boðorðin" (vers 28)

Sumir trúmenn eiga erfitt með að sætta sig við það að þetat séu tíu boðorðin, en kaflinn er afar skýr hvað það varðar:

Guð segir við Móse að taka með sér tvær töflur upp á fjallið, Móses hlýðir því auðvitað. Guð telur upp þessi tíu boðorð (vers 14-26) og segir við Móses: "Skrifa þú upp þessi orð, því að samkvæmt þessum orðum hefi ég gjört sáttmála við þig og við Ísrael." (vers 27). Og hvað gerir Móses: "Hann skrifaði á töflurnar orð sáttmálans, tíu boðorðin." (vers 28)

Mér finnst hræðilegt að krakkar læri ekki um þennan djúpa siðaboðskap í skólanum. 
Hvernig getur fólk ætlast til þess að unglingar leiðist ekki út í eiturlyfjaneyslu þegar þeir læra ekkert
um að halda hátíð hinna ósýrðu brauða í Abíb-mánuði?
 

Bloggfærslur 26. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband