2.11.2007 | 22:03
Að láta hafa sig að fífli
Það sem er enn grátbroslegra er að kristið fólk er í alveg eins svikamyllu:
Drottinn er í nánd. (Fil 4:5)
Innan harla skamms tíma mun sá koma, sem koma á, og ekki dvelst honum. (Heb 10:37)
Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd. (Jak 5:8)
En endir allra hluta er í nánd. (1Pét 4:7)
Börn mín, það er hin síðasta stund. Þér hafið heyrt að andkristur kemur, og nú eru líka margir andkristar komnir fram. Af því vitum vér, að það er hin síðasta stund. (1Jóh 2:18)
Sæll er sá, er les þessi spádómsorð, og þeir, sem heyra þau og varðveita það, sem í þeim er ritað, því að tíminn er í nánd. (Opb 1:3)
Eftir 2000 ár munu vottar Jehóva örugglega neita því að upphafsmenn þeirra hafi haldið því fram að heimsendir væri í nánd. Væri það ekki heimskulegt?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
2.11.2007 | 01:38
Um yndislegt umburðarlyndi Jahvehs
Kristinn Ásgrímsson, "safnaðarhirðir" Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík, skrifaði grein nýlega þar sem hann reyndi að rökstyðja þá skoðun að Jahveh, guðinn hans, væri umburðarlyndur. Til þess að reyna að gera blóðþyrsta guðinn hans umburðarlyndan þarf Kristinn auðvitað að nauðga hugtakinu umburðarlyndi.
Í stuttu máli má segja að þegar viðkemur Jahveh, þá er umburðarlyndi það að hann sé ekki þegar búinn að henda okkur í helvíti fyrir að "óhlýðnast" honum. Umburðarlyndi hjá Jahveg er þannig að hann umber alla hegðun okkar þennan stutta tíma sem við lifum, en um leið og við deyjum þá á hann eftir að kvelja okkur að eilífu. Já, að eilífu. Kristinn er nefnilega "safnaðarhirðir" í Hvítasunnukirkjunni, og helvíti, alvöru helvíti, er ein af kennisetningum þeirrar kirkju.
Ég ætla að reyna að búa til eitthvað sambærilegt dæmi úr raunveruleikanum. Mér er svolítið illa við að fólk reyki í kringum mig, aðallega vegna lyktarinnar sem kemur á fötin mín og hárið mitt. Ef ég myndi umbera reykingar á sama hátt og Jahveh er umburðarlyndur, þá myndi ég ekki gera neitt þegar fólk kveikti í sígarettunni, en um leið og það myndi anda frá sér reyk myndi ég berja það í klessu. Og næsta dag myndi ég líka berja það í klessu. Og daginn eftir það. Alveg þangað til viðkomandi myndi deyja. Vissulega gerði ég ekki neitt þegar þessi óheppni reykingarmaður kveikti í sígarettunni, en myndi einhverjum detta í hug að kalla mig umburðarlyndan út af því? Auðvitað ekki, og þess vegna er Jahveh ekki umburðarlyndur þó svo að hann bíði með eilífu kvalirnar í 0-120 ár.
En það fyndna við þennan pistil er að samkvæmt biblíunni getur ekki Jahveh beðið í þennan stutta tíma. Hann er alltaf að drepa fólk fyrir minnstu yfirsjónir, t.d. langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-afi átti í stríði við uppáháldskynþáttin hans #. Síðan má auðvitað ekki gleyma trúarlegu umburðarlyndinu hans sem jafnast á við stjórnvöldin í Sádi-Arabíu:
Ef bróðir þinn, sonur móður þinnar, eða sonur þinn eða dóttir þín eða konan í faðmi þínum eða vinur þinn, sem þú elskar eins og lífið í brjósti þínu, ginnir þig einslega og segir: ,,Vér skulum fara og dýrka aðra guði,`` þá er hvorki þú né feður þínir hafa þekkt, af guðum þeirra þjóða, sem kringum yður eru, hvort heldur þær eru nálægar þér eða fjarlægar þér, frá einu heimsskauti til annars, þá skalt þú eigi gjöra að vilja hans og eigi hlýða á hann, og þú skalt ekki líta hann vægðarauga og þú skalt ekki þyrma honum né hylma yfir með honum, heldur skalt þú drepa hann, þín hönd skal fyrst á lofti vera gegn honum til þess að deyða hann, og því næst hönd alls lýðsins. Þú skalt lemja hann grjóti til bana, af því að hann leitaðist við að tæla þig frá Drottni Guði þínum, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. #
Ef guðinn hans Kristins er umburðarlyndur, þá eru allir umburðarlyndir.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)