27.10.2007 | 21:21
Þjóðkirkjan skammast sín fyrir biblíuna
Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar, tru.is, er almanak með morgun- og kvödlestra. Morgunlestur gærdagsins var Ef 5. 21, 25-32. Maður tekur strax eftir því að það er búið að klippa út vers 22-24. Hérna er kaflinn sem um ræðir, versin sem Þjóðkirkjan vill ekki að fólkið les er feitletrað:
21Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: 22Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. 23Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. 24En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.
25Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana, 26til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði. 27Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus. 28Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. 29Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna, 30því vér erum limir á líkama hans.
31"Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður." 32Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna. 33En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum.
Þjóðkirkjunni er augljóslega illa við þessi vers, en engar áhyggjur í nýju þýðingunni eru konurnar ekki lengur undirgefnar, þær eru auðsveipnar og lúta eiginmönnum sínum. Kannski mun Þjóðkirkjan þora að vitna í þessi vers í nýju þýðingunni.