Bókstafstrúarmaður kirkjunnar

Fyrir tveimur árum síðan kom breski guðfræðingurinn Alister McGrath til landsins. Hann hélt fyrirlestur hjá guðfræðideild Háskóla Íslands og auk þess trúvarnarnámskeið í Skálholti. Tilefnið var það að var búið að þýða bók sem hann skrifaði gegn Dawkins á íslensku.

Þeir prestar þjóðkirkjunnar sem minntust á McGrath lofuðu hann háfstöfum. Kristján Björnsson kallaði hann „magnaðan trúvarnarmann“ og sagði að „skelegg trúvarnarbarátta“ hans hafi haft „gríðarleg áhrif víða um heim“ #. Netpresturinn Árni Svanur Daníelsson sagði að hann væri „vandaður fræðimaður sem talar af mikilli yfirsýn og þekkingu“ og vonaði að heimsóknin myndi hvetja íslenska guðfræðinga til að kynna sér guðfræði McGraths #.

Ég persónulega skil engan veginn af hverju, í fyrsta lagi þjóðkirkjufólk myndi vilja fá hann, og í annan stað af hverju þeim líkar svona frábærlega við hann. Bókin hans sem var þýdd var hræðileg, það er svo sem fyrirgefanlegt. En hvernig getur þessu fólki líkað við og hrósað manni sem segir að það sé erfitt að svara því hvort að guð hafi fyrirskipað þjóðarmorð í Gamla testamentinu. Það er nefnilega ákveðin tegund af trúmönnum sem segja svona hluti, bókstafstrúarfólk. Og McGrath er svo sannarlega bókstafstrúarmaður. McGrath skrifar:

I fully respect the motives and concerns of those who feel that the word 'inerrancy' is the most appropriate; my own preference is for a phrase such as 'the total reliability and trustworthiness' of Scripture, which states the same insight in a positive manner. #

In common with all evangelicals, I affirm the total trustworthiness and reliability of Scripture in all that it teaches. I believe that words penned by James I. Packer, affirming this unique authority of Scripture back in 1962, remain as relevant as they have ever been: 'Infallible' means 'not liable to be mistaken, or to mislead'; 'inerrant' means 'free from all falsehood'. Both words express negatively the positive idea that the Bible is entirely reliable and trustworthy in all that it asserts. To profess faith in the infallibility and inerrancy of Scripture is therefore to express the intention of believing all that it is found to teach, on the grounds that it is true. #

Það eru auðvitað til bókstafstrúaðir þjóðkirkjuprestar, en flestir þeirra eru það ekki. Eina ástæðan sem mér dettur í hug fyrir því að frjálslyndu prestunum líki vel við svona bókstafstrúarmann er sú að hann er að tala gegn vondu trúleysingjunum. Ef einhver þarna úti finnur aðra ástæðu fyrir því hvers vegna þeir oflofa mann sem finnst það erfið spurning hvort að guðinn þeirra fyrirskipi þjóðarmorð, þá má hann endilega benda mér á hana.


Algengt viðhorf

Mér finnst merkilegt að mikið af fólkinu sem hneykslast á þessari kristilegu hugsun, að guð sé að refsa fólki með náttúruhamförum, hefur örugglega nánast sömu skoðun án þess að vita það.

Skoðum tvo trúmenn:

1. Bandaríski sjónvarpspredikarinn Pat Robertson segir að guð hafi ákveðið að senda jarðskjálftann á Haiti.

2. Íslenski ríkiskirkjupresturinn Ólafur Jóhann Borgþórsson segir að guð hafi ákveðið að breyta staðsetningu eldgossins í Heimaey.

Ég get ómögulega skilið af hverju bara annar þessara aðila er talinn vera geðsjúkt illmenni af sumum, ef það á annað borð að koma með svona stimpla. Fyrri tegundin er örugglega sjaldgæf á Íslandi, en sú síðari er það líklega ekki.

Ef guð er á annað borð að þvælast með puttana í náttúruhamförum, þá sé ég ekki hvers vegna það er mikið skárra að hugsa sér að hann hafi ákveðið að koma ekki í veg fyrir einhverja hamför heldur en að hugsa sér að hann hafi sent hana.

Ég vona að fólkið sem hneykslast á þessari frétt verði jafn hneykslað næst þegar það heyrir einhvern þakka guði fyrir næst þegar lítill skaði verður af hamförur.


mbl.is Gosið endurspeglaði reiði Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánaleg birtingarmynd bahæ-trúar

Mér finnst merkilegt að Svanur Gísli, sami maður og varð af afskaplega móðgaður yfir því að það hafi birst mynd af óskeikulum boðbera guðs í athugasemd hérna, skuli láta svona orð falla um trúarskoðanir annarra:

Alltaf er það jafn fróðlegt að fylgjast með kjánalegum birtingarmyndum hjátrúar og fáfræði í samfélögum sem eiga að teljast siðmenntuð og uppfrædd. #

 

Svo að allir séu með það á hreinu, þá er það „kjánaleg birtingarmynd hjátrúar og fáfræði“ að telja að skapari heimsins sé að refsa fólki með náttúruhamförum, en það er ekki „kjánaleg birtingarmynd hjátrúar og fáfræði“ að telja konur vera annars flokks manneskjur af því að einhver 19. aldar Írani sem má ekki birta myndir af segir það.

Þetta er ótrúleg tvífelndi, annars vegar krefst Svanur þess að fólk tipli á tánum í kringum hans trú og taki þátt í persónudýrkun þeirra, en hins vegar er allt í lagi að kalla aðrar trúarskoðanir „kjánalegar birtingarmyndir hjátrúar og fáfræði.

Nú ætla ég að slá tvær flugur í einu höggi, benda á annað dæmi um tvískinnung Svans og benda á hvernig bahætrúin er hjátrú og fáfræði sem hefur kjánalegar birtingarmyndir. Á bloggsíðunni sinni er Svanur með borða frá Amnesty International  og er með fréttir frá Amnesty international (þar sem meðal annars er sagt frá ofsóknum gegn bahæjum í mið-Austurlöndum). Eitt af helstu baráttumálum Amnesty er afnám dauðarefsingar. Skoðum hvað óskeikull ljósmyndafælni boðberi guðs hafði að segja um það:

 

Should anyone intentionally destroy a house by fire, him also shall ye burn; should anyone deliberately take another's life, him also shall ye put to death.  #

Það er hægt að deila um réttmæti dauðarefsinga, en ég held að fáir nema allra refsiglöðustu sadistar og ofsatrúarmenn eins og þessi Írani vilji brenna fólk. Svo að ég vitni í heimasíðu Bahæja á Íslandi, þar sem þeir fjalla um aðra kennisetningu þessa Írana: „Bahá'u'lláh setti sjálfur þetta ákvæði, og það er því óbreytanlegt viðhorf í bahá'í trú,... # Bahætrúin er bæði kjánaleg og ógeðsleg.

Hófsamir trúmenn

Trúmálaumræðurnar hjá Hrannari og Kristni undanfarið hafa verið svolítið sérstakar. Þær hafa eiginlega gengið út á það að nokkrir trúmenn eru að ruglast með skilgreiningar, nýjasta dæmið er skilgreining eins þeirra, Grefils, á hófsemi.

Tökum tvo trúmenn og athugum hvor þeirra væri hófsamur trúmaður samkvæmt Grefli:

1. Trúmaður A er strangtrúaðir gyðingur. Hann heldur að heimurinn sé 6000 ára (af því að það stendur í hebresku biblíunni, en hann heldur að hver einasti stafur í henni sé innblásinn af guði), að guðinn hans hafi drekkt heiminum í Nóaflóðinu. Hann heldur einnig að gyðingar eigi landið við botn Miðjarðarhafs af því að guð gaf þeim landið. Hann telur einnig að ríkið eigi að drepa samkynheigða. Eins og margir strangtrúaðir gyðingar, þá stundar hann ekki trúboð.

2. Trúmaður B er frjálslyndur kristinn maður. Trú hans gengur aðallega út á það að það sé til góður guð og það sé frábært að vera vinur hans og vinur Jesú. Hann telur að biblían sé skrifuð af mönnum, tekur ekkert svakalega mikið mark á henni. Hann samþykkir allar helstu vísindakenningarnar, t.d. þróunarkenninguna og aldur jarðar og telur auk þess ekki að það eigi að drepa samkynhenigða. Eins og margir aðrir kristnir menn, þá stundar hann trúboð. Hann styrkir til dæmis Kristniboðsfélagið og heldur út bloggsíðu þar sem hann skrifar um trúna sína.

Samkvæmt skilgreiningu Grefils á „hófsamur“ þá er trúmaður A hófsamur, en trúmaður B er það ekki, vegna þess að A boðar ekki trúna sína, en B gerir það:

Ég hef hitt hófsama trúleysingja og hófsama kristna. Ég kalla þá "hófsama" vegna þess að þeim er ekkert sérstaklega í mun að boða eða breiða út trúleysi sitt (kristni sína) heldur vilja bara halda sannfæringu sinni með sjálfum sér í friði. #

Mér persónulega er hálf-illa við að nota orðin „hófsamur“ eða „öfga-„ því þessi orð eru oftast notuð eingöngu til að tjá að manni líki vel eða illa við einhvern, en ef ég myndi þurfa að velja, þá myndi ég segja að trúmaður B væri hófsamur en ekki trúmaður A, og ég held að flestir væru sammála því.

En hvers vegna kemur Grefill með þessa undarlegu skilgreiningu á hófsamur (að boða ekki trúna sína)? Ég held að atburðarrásin sé svona:

1. Grefli líkar illa við trúleyisingja eins og okkur í Vantrú, sem stundum hálfgert „vantrúboð“ á netinu.

2. Til þess að tjá þessa skoðun sína, þá kallar hann okkur öfgamenn (í fyrstu athugasemd hans í þessari umræðu):

Í mínum huga leikur enginn vafi á því að flestir í Vantrú eru yfir sig trúaðir, sumir meira að segja svo ofsa- og bókstafstrúaðir að jaðrar á við örgustu of- og öfgatrú. #

3. Til þess að réttlæta það að við séum öfgamenn þá þarf hann að finna skilgreiningu á „hófsamur“ þannig að trúleysingjarnir sem honum líkar illa við falli örugglega í þann hóp.

Þess vegna kemur Grefill með skilgreiningu á „hófsamur“ sem flokkar brjálaða gyðinginn, trúmann A,  sem hófsaman en ofur-frjálslynda kristna manninn, trúmann B, sem hálfgerðan öfgamann.


Guð elskar ekki alla

Á vefriti ríkiskirkjunnar, trú.is, birtist nýlega grein eftir djáknann Pétur Björgvin Þorsteinsson. Þetta er ekkert svakalega merkileg grein, eitthvað tal um að það sé vont að vera gráðugur og svona. Það er allt gott og blessað, en Pétur þarf endilega að reyna að réttlæta þessa skoðun með vísun í ósýnilega vinin hans:

Guð skapaði heiminn allan, ekki bara Ísland. Manneskjan, hvar sem hún er fædd, hver sem litarháttur hennar er, stjórnmálaleg eða trúarleg afstaða hennar er, er gerð í Guðs mynd, Guð elskar hana og Jesú hvetur hana til samfylgdar við sig í uppbyggingu á samfélagi jafnræðis og samstöðu. # 

Þetta er afskaplega væmið, en hvernig í ósköpunum veit Pétur að guðinn hans er svona afskaplega góður gæi að hann elski alla, alveg óháð litarhætti, trúar- eða stjórnmálaskoðunum? 

 

Augljóslega hefur hann ekki hugmynd um það. Hann er bara að eigna guðinum sínum sínar eigin skoðanir. Pétur telur það rangt að elska ekki fólk vegna litarháttar, trúar- eða stjórnmálaskoðana og þess vegna heldur hann að fullkomin guðinn hans sé á sömu skoðun.

En hvernig gæti Pétur reynt að réttlæta þessa hugmynd? Hann er að skrifa á heimasíðu kristinnar kirkju, þannig að það væri kannski fínt að byrja á að skoða trúarrit hennar. Ef maður les biblíuna þá er ljóst að guðinn í þeirri bók elskar ekki alla. Ef við byrjum á Gamla testamentinu þá er guðinn þar ansi iðinn við að framkvæma og fyrirskipa þjóða- og fjöldamorð. Það er frekar fjarstæðukennt að segja að guð elski það fólk.  

Sama gildir um Nýja testamentið, þar er Jesús sífellt að segja fólki að það muni brenna í helvíti, mér finnst það frekar ótrúlegt að guð elski fólk sem að hann ætlar að kvelja að eilífu. Páll segir síðan beinlínis að guð hafi einfaldlega hatað greyið Esaú, meira að segja áður en hann fæddist (Róm 9.13).  

 

Þannig að ef maður les biblíuna, þá virðist guð alls ekki elska alla. En Pétur getur kannski bara sagt að hann taki ekki þessi vers alvarlega, honum sé sama um hvað biblían segi.    

Pétur gæti líka haldið því fram að hann viti að guð elski alla af því að guð segi honum það einfaldlega. Ef hann gerir það, þá vandast málið vegna þess að það er líka helling af trúfólki sem segir að guð hati suma. Pétur þyrfti þá að segja að guð tali ekki við það fólk en tali hins vegar við.  

Mér finnst það frekar ljóst að Pétur er bara að eigna guðinum sínum sínar eigin skoðanir, og mér finnst það frekar óhugnalegt að hann sé að reyna að rökstyðja þær með því að segja að þetta séu jú skoðanir guðs sjálfs, alveg óháð því að þetta séu voða fallegar hugmyndir. Því að ef við segjum að það sé allt í lagi að vísa til skoðana guðs til þess að rökstyðja skoðanir sínar, þá getur fólkið með ljótar hugmyndir líka gert það, og það á auðveldara með að vísa til biblíunnar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband