31.10.2009 | 00:20
Óheiðarleiki Þjóðkirkjunnar
Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar sést að morgunlestur gærdagsins var Efesusbréfið 5.21,25-32. Alltaf þegar ég sé að kirkjan er að klippa út vers, þá veit ég að það eru vers sem hún skammast sín fyrir. Í nýju þýðingunni eru vers 21-33 sett í undirkafla sem ber heitið Skyldur hjóna. Hérna er allur kaflinn og þau vers sem ríkiskirkjan vitnar ekki í eru feitletruð:
Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu. Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana, til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði. Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus. Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna, því vér erum limir á líkama hans. "Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður." Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna. En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum. (Ef. 5.21-33)
30.10.2009 | 20:55
Nafni minn les biblíuna ekki nógu vel
Á trú.is skrifar Hjalti Hugason pistil sem heitir Dómsdegi frestað. Lokaorð hans eru:
En munum að sá Guð sem vakir að baki dómsins er ekki guð reiði, hefndar og haturs heldur Guð elsku og vonar.
Í biblíunni skrifar Páll postuli hins vegar:
Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: "Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn." (Bréf Páls til Rómverja 12:19)
Eins og ritað er: "Jakob elskaði ég, en Esaú hataði ég." (Bréf Páls til Rómverja 9:13)
29.10.2009 | 02:13
Vísindaþekking biblíunnar
Mofi vísaði um daginn á einhverja áróðursmynd sköpunarsinna. Ég kíkti á heimasíðu myndarinnar og rakst á afskaplega fyndinn bækling. Þetta er lýsingin á honum:
This booklet presents 101 scientific facts found in the Scriptures. Many of these facts were penned centuries before they were discovered. Scientific foreknowledge found only in the Bible offers one more piece to the collective proof that the Bible is truly the inspired Word of the Creator.
Mikið af þessum atriðum eru þannig að einhver vísindaþekking er lesin inn í einhvern óljósan texta biblíunnar. Til dæmis er sagt í atriði fimmtán að fyrsta lögmál varmafræðinnar (orka eyðist ekki heldur skiptir bara um form) sé að finna í þessum texta biblíunnar:
Þannig algjörðist himinn og jörð og öll þeirra prýði. Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, og hvíldist hinn sjöunda dag af öllu verki sínu, er hann hafði gjört. (1Mós 2.1-2)
Ég verð að segja að ég sé ekkert þarna sem tengist þessu tiltekna lögmáli. Svo skil ég ekki hvers vegna menn uppgötvuðu þetta lögmál ekki fyrr, fyrst að þetta var allan tímann þarna í byrjun biblíunnar!
Flest sýnist mér samt atriðin vera komið úr einhverjum sögum í biblíunni sem eru sögð vera staðreyndir, en raunin er sú að vísindin afsanna þau. Atriði fjörutíu og sjö finnst mér skemmtilegast:
Cains wife discovered (Genesis 5:4). Skeptics point out that Cain had no one to marry therefore the Bible must be false. However, the Bible states plainly that Adam and Eve had other sons and daughters. Cain married his sister.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)