Falleg vers

Tveir ríkiskirkjuprestar, Svavar Alfreð og Þórhallur Heimisson, lofuðu í dag kafla úr Gamla testamentinu.

Svavar segir meðal annars:

Bæði í lexíunni og jólalaginu er fjallað um miklar vonir og bjartar. Þar er kveikt á vonarljósum jafnaðar, sáttar, frelsis, réttlætis og friðar. Þó eru árþúsund á milli þessara tveggja texta.  #

Þórhallur segir meðal annars:

Þessi texti er skrifaður í spádómsbók Jesaja í Gamla testamentinu. Þar segir frá spádómi um heiminn eins og hann muni verða þegar Messías, Kristur, Frelsarinn, hefur fullkomnað starf sitt og rutt brott öllu hinu illa úr veröldinni. #

Textinn sem þeir vísa til er Jesaja 11.1-9, en ef maður les kaflann þá sér maður að lýsingin á því hvernig þessi fullkomni „jafnaðar, sáttar, frelsis, réttlætis og friðar“ endar alls ekki í versi níu. Í versi þrettán kemur til dæmis fram að þjóðirnar Júdea og Efraím munu hætta öllum ófriði, en fallegt. Í næsta versi sést líka að þessar þjóðir munu vinna saman í draumaheimi Messíasar:

Þeir munu steypa sér niður á síðu Filista gegn vestri og ræna í sameiningu austurbyggja. Edóm og Móab munu þeir hremma og Ammónítar verða þeim lýðskyldir.

Þannig að í hinum fullkomna heimi sáttar og friðar verður ekki gaman að vera nágranni Júdeu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Góður, Hjalti.

Það eru merkileg fræði að vera prestur og rembast við að mála allt heppilegum litum sem segir í biblíunni.

Fyrirmyndarríkið er sem sagt í raun bara herveldi sem níðist á nágrönnum sínum í krafti sameiningar undir guði.

Það er hægt að smyrja þessa hræsni á brauð, svo þykk er hún. Hvernig ætli hún sé á bragðið með morgunkaffinu?

Kristinn Theódórsson, 7.12.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þess má til gamans geta að ég gerði athugasemd við grein Þórhalls á trú.is og hann virðist ætla að ræða málin við mig, ótrúlegt!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.12.2009 kl. 13:07

3 identicon

Hjalti

Hvers vegna reynir þú að gera "bókstaftrúamaður" úr Þorhalli? Hann svarir þig en þú vilt ekki hlusta á svarið. Mér finnst Þorhallur túlkur bíblíuna á sín hátt en þér finnst það bara ekki nogu gott hjá honum. Þú vilt að hann lesur biblíuna í bókstaflegri merkingu. Ekki skritinn að fólk kalla Vantrúarfólk talibaner ef það er algeng skoðun hjá þeim.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 21:05

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvers vegna reynir þú að gera "bókstaftrúamaður" úr Þorhalli?

Jakob, ég er ekki að reyna að gera Þórhall að bókstafstrúarmanni. Hvað heldur þú að "bókstastrúarmaður" þýði?

Ég er að benda honum á að kaflin sem að honum finnst vera afskaplega fallgur, fjallar meðal annars um að ein þjóð sé að ráðast á og drottna yfir nágrönnum sínum.

 Hann svarir þig en þú vilt ekki hlusta á svarið.

Jakob, hann svaraði og ég svaraði honum. Ég hlustaði á svarið og svaraði því!

Mér finnst Þorhallur túlkur bíblíuna á sín hátt en þér finnst það bara ekki nogu gott hjá honum. Þú vilt að hann lesur biblíuna í bókstaflegri merkingu.

Jakob, þetta er ekki spurning um að túlka biblíuna "í bókstaflegri merkingu" eða ekki.

Eða gætirðu sagt mér hvað "[Ísrael og Efraím munu] ræna í sameiningu austurbyggja" þýðir annað en það sem það virðist þýða?

Ekki skritinn að fólk kalla Vantrúarfólk talibaner ef það er algeng skoðun hjá þeim.

Jakob, reyndu nú að vera málefnalegur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.12.2009 kl. 03:28

5 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Beisk Kristinn, Beisk

Sveinn Þórhallsson, 9.12.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband