Vísindaþekking biblíunnar

Mofi vísaði um daginn á einhverja áróðursmynd sköpunarsinna. Ég kíkti á heimasíðu myndarinnar og rakst á afskaplega fyndinn bækling. Þetta er lýsingin á honum:

This booklet presents 101 scientific facts found in the Scriptures. Many of these facts were penned centuries before they were discovered. Scientific foreknowledge found only in the Bible offers one more piece to the collective proof that the Bible is truly the inspired Word of the Creator.

Mikið af þessum atriðum eru þannig að einhver vísindaþekking er lesin inn í einhvern óljósan texta biblíunnar. Til dæmis er sagt í atriði fimmtán að fyrsta lögmál varmafræðinnar (orka eyðist ekki heldur skiptir bara um form) sé að finna í þessum texta biblíunnar:

Þannig algjörðist himinn og jörð og öll þeirra prýði. Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, og hvíldist hinn sjöunda dag af öllu verki sínu, er hann hafði gjört. (1Mós 2.1-2)

Ég verð að segja að ég sé ekkert þarna  sem tengist þessu tiltekna lögmáli. Svo skil ég ekki hvers vegna menn uppgötvuðu þetta lögmál ekki fyrr, fyrst að þetta var allan tímann þarna í byrjun biblíunnar!

Flest sýnist mér samt atriðin vera komið úr einhverjum sögum í biblíunni sem eru sögð vera staðreyndir, en raunin er sú að vísindin afsanna þau. Atriði fjörutíu og sjö finnst mér skemmtilegast:

Cain’s wife discovered (Genesis 5:4). Skeptics point out that Cain had no one to marry – therefore the Bible must be false. However, the Bible states plainly that Adam and Eve had other sons and daughters. Cain married his sister.

Biblían sá fyrir þá vísindalegu staðreynd að goðsagnapersónan Kain giftist systur sinni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tak fyrir þessa ábendingu. Algerlega oborganleg skemmtun.

"Chicken or egg dilemma solved (Genesis 1:20-22). Which came first, the chicken or the egg? This question has plagued philosophers for centuries. The Bible states that God created birds with the ability to reproduce after their kind. Therefore the chicken was created first with the ability to make eggs! Yet, evolution has no solution for this dilemma. "

Hvað getur maður sagt??

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 02:47

2 Smámynd: Arnar

Heh, skemmtileg lesning, mikil vísindi þarna á ferð.

Arnar, 29.10.2009 kl. 09:40

3 identicon

Mofi og biblían :)

Í USA eru menn nú að herja á meðlimi kirkju með að kalla eftir að fá peninga í eitthvað sem þeir kalla "Christian science prayer" :)
Þeir vilja að þetta verði partur af nýju heilbrigðiskerfi þar á bæ ... eins og við vitum þá eru bænir algert FAIL :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 11:27

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Úff. Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar: "Þú ert með krabbamein. Hvort viltu hómópatíu, nálastungur, höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, punktanudd, detox, árunudd, fyrirbænir, handayfirlagningu, kristalsarmband eða kímó?"

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.10.2009 kl. 16:43

5 identicon

Þetta er nú ósanngjörn umfjöllun hjá ykkur þrátt fyrir að sum af þessum atriðum séu kannski sérstök.

En þið talið t.d. ekkert um hreinsanir Gyðinga sem bjargaði fjölda mannslífa þar sem fólk hafði ekki þekkingu á mikilvægi þessa hér áður fyrr.

Svo ferðu nú illa með 15. atriðið, þú hefur sleppt því að lesa skýringarnar sem fylgdu með (og kannski að lesa þetta í ensku Biblíunni).  Ég veit svosem ekki hvort þetta sanni lögmálið en þú lætur þetta hljóma verr en þetta er.

Ég hvet fólk endilega til þess að kíkja á þennan bækling.

Andri (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 10:56

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En þið talið t.d. ekkert um hreinsanir Gyðinga sem bjargaði fjölda mannslífa þar sem fólk hafði ekki þekkingu á mikilvægi þessa hér áður fyrr.

Andri, ég tala ekki um þessar hreinsanir af því að þær eru ekki það fáránlegasta á þessum lista. Svo hafa þær ekkert með sýkla að gera, t.d. eru múhameðstrúarmenn ekki að spá í sýklum þegar þeir hreinsa sig áður en þeir biðja.

Svo ferðu nú illa með 15. atriðið, þú hefur sleppt því að lesa skýringarnar sem fylgdu með (og kannski að lesa þetta í ensku Biblíunni).  Ég veit svosem ekki hvort þetta sanni lögmálið en þú lætur þetta hljóma verr en þetta er.

Andri, ég las skýringuna. Þetta "sannar" ekki lögmálið. Það er brjálað að halda því fram að þarna geti maður séð eitthvað í tengslum við þetta varmafræðimögmál.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.12.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband