Starfsmenn Þjóðkirkjunnar eru ekki hyski

Mér finnst það rangt hjá Páli Baldvini að kalla starfsmenn ríkiskirkjunnar hyski. Þetta er í raun bara innantómt uppnefni sem bætir litlu við umræðuna.

Ríkiskirkjuprestar og biskupar hennar eru hins vegar upp til hópa hræsnarar, lygarar og gungur.

Þeir eru  hræsnarar meðal annars af því að þeir með meira en hálfa milljón króna byrjunarlaun, en segjast fylgja manni sem fyrirskipaði fylgjendum að selja eigur sínar og gefa fátækum peninginn (Lk 12.33).

Þeir eru lygarar meðal annars af því að þeir vita að margt af því sem er eignað Jesú í guðspjöllunum er ekki komið frá honum. Gott dæmi um lygi ríkiskirkjumanna eru svör Biskupsstofu þegar 24 stundir spurðu Karl Sigurbjörnsson að því hvort hann myndi gifta samkynhneigt par, biskupinn hafði víst ekki tíma til þess að segja „Nei“.

Þeir eru gungur af því að þeir þora ekki að tjá sig um suma hluti. Karl þorir til dæmis ekki að viðurkenna að hann myndi aldrei blessa hjónaband samkynhneigðra. Þeir þora ekki heldur að viðurkenna að þeir trúi ekki á helvíti (og væru þar af leiðandi fordæmdir í játningum sinnar eigin kirkju).

Þannig að ég mæli með því að fólk kalli ríkiskirkjupresta og biskupa ekki hyski, heldur hræsnara, lygara og gungur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt segir þú Hjalti, rétt skal vera rétt.

Samt þegar ég hugsa smá þá tel ég td Nígeríusvindlara vera hyski... eru þeir sem selja lygar um eilíft líf ekki verri ef eitthvað er? ;:)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 16:30

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er síðan önnur umræða hvort þeir sem eru lygarar, gungur og hræsnarar séu hyski eða ekki ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.1.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stórortur ertu hér, Hjalti, og færir t.d. engar sönnur fyrir áburði þínum á biskup, að hann sé "lygari". Menn geta sleppt því að svara fjölmiðlum af öðrum ástæðum en gunguskap. Oft á spyrjandinn ekkert sérstakt tilkall til þess að knýja fram eitthvert já- eða nei-svar. Fréttablaðið stóð sérstaklega illa að þessari frekjulegu "könnun" sinni, það var ekki sízt skýringin á því, að þó nokkuð margir neituðu að svara. Þetta um gunguskapinn er álíka tilhæfulaust hjá þér. – Gerðu svo ekki ráð fyrir að ég svari þér hér frekar.

Jón Valur Jensson, 15.1.2009 kl. 01:32

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Stórortur ertu hér, Hjalti, og færir t.d. engar sönnur fyrir áburði þínum á biskup, að hann sé "lygari".

Ég kallaði Karl Sigurbjörnsson ekki lygara.

Menn geta sleppt því að svara fjölmiðlum af öðrum ástæðum en gunguskap. Oft á spyrjandinn ekkert sérstakt tilkall til þess að knýja fram eitthvert já- eða nei-svar.

Já, menn geta haft margar ástæður fyrir því að vilja ekki svara fjölmiðlum, t.d. vegna þess að þeir telji spyrjandann ekki hafa tilkall til þess að fá svar. En þá segja menn það.

Ef ég man rétt reyndu þeir hjá 24 stundum (ekki Fréttablaðinu) í þrjá daga að fá svar hjá Kalla biskupi. Samkvæmt Biskupsstofu hafði hann ekki tíma til þess að segja "Nei". Það sjá það allir að það er lygi.

Þetta um gunguskapinn er álíka tilhæfulaust hjá þér.

Nei, þetta eru gungur. Þeir þora ekki að ræða um kristna trú og verja hana, eins og þú.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.1.2009 kl. 17:04

5 identicon

Ég las nú það, sem þú skrifaðir, t.d. lokaorðin og fleira!

Hendir það þig oft, Hjalti minn, að vera kallaður hræsnari, lygari og gunga? Af hverju finnurðu þá þörf hjá þér til að tala þannig um mann sem aldrei hefur gert þér neitt?

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 02:21

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú hefur misskilið lokaorðin mín. Ég átti við að ólíkt þér þora þeir ekki að ræða um kristna trú og verja hana. "Eins og þú" átti sem sagt að þýða "að ræða um kristna trú og verja hana", hefði líklega verið réttara að segja: ", eins og þú gerir."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.1.2009 kl. 09:37

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ekki þarftu að segja mér þetta, af því að mig grunaði, að þetta væri merking þín, og ég reyndi að skilja orð þín in meliorem partem, eins og maður reynir eðlilega að gera fremur en að stökkva gramur á hugsanlega neikvæða merkingu!

En þegar ég vísaði í lokaorðin, átti ég við lokasetningu pistilsins, þar sem þú sagðir (feitletr. hér): "Þannig að ég mæli með því að fólk kalli ríkiskirkjupresta og biskupa ekki hyski, heldur hræsnara, lygara og gungur."

Jón Valur Jensson, 16.1.2009 kl. 23:40

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Valur, þá skil ég ekki spurninguna. Ég útskýri í bloggfærslunni (og þeim greinum sem ég vísa á) hvers vegna ég nota þessi orð.

Þarf til dæmis að útskýra fyrir þér þá hræsni sem felst í því að Kalli biskup hefur ~1 milljón krónur í mánaðarlaun?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.1.2009 kl. 02:07

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kannski er það einhver angi af 'hræsni', Hjalti (nema hann gefi af þessu stórfé til bágstaddra, og ekkert veit ég um það), en vera má líka, að stór hluti af þessu sé risna og annar kostnaður, sem fellur á biskup, því að gestanauð og miklar ferðir fylgja embættinu. Ég las nýútkomna ævisögu föður hans yfir hátíðarnar, og þar kom skýrt fram, hve erfið kjör hann bjó við og þurfti að steypa sér í margra ára skuldir til að geta mublerað sinn biskupsbústað. En hvort tveggja var reyndar, að hann var með barnmargt heimili og að launakjör hans voru mun lakari en sonur hans býr við nú.

Hinu tek ég eftir, Hjalti, að þú neitar því nú ekki, að þú hafir kallað Þjóðkirkjubiskupana "hræsnara, lygara og gungur." Eigum við ekki bara að horfa í eigin barm?

Jón Valur Jensson, 18.1.2009 kl. 02:38

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, biskupinn þarf örugglega helling af pening til þess að hafa efni á öllum ferðunum og öllum lúxusnum.

Ég er ekki hræsnari, ekki lygari og ekki gunga. Ég leyfi mér því alveg að benda á þessa galla í fari hjá starfsmönnum ríkiskirkjunnar.

Eigum við að ræða um orðið "lygarar"? Trúir þú því að Kalli biskup hafi ekki haft tíma til þess að segja "Nei"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.1.2009 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband