Greyið Karl biskup að kafna í vinnu

Neðst til vinstri á opnunni þar sem þessi frétt er í 24 stundum er þessi undarlegi dálkur:

Tímabundinn

Eftir ítrekaðar tilraunir til að
leggja spurningu 24 stunda
fyrir Karl Sigurbjörnsson
biskup fengust þær upplýsingar
frá Biskupsstofu að Karl
hefði ekki tíma til að svara,
þrátt fyrir að erindi blaðsins
hafi legið ljóst fyrir.

Hafði biskupsgreyið ekki tíma til þess að svara spurningunni: "Ef samkynhneigt par biður þig að staðfesta samvist sína í kirkju, munt þú gera það?" Auðvitað ekki.

Staðreyndin er auðvitað sú að Kalli myndi aldrei gera það, en hann þorir ekki að svara spurningunni. Það hlýtur að hafa verið vandræðaleg augnablik á Biskupsstofunni þegar almannatengslafólkið og biskupinn voru að ræða um þetta.

Að biskupinn hafi ekki haft tíma til þess að svara þessu er auðvitað lygi, annað hvort kominn frá biskupnum sjálfum eða einhverjum öðrum starfsmanni kirkjunnar.

En leyfum Kalla að njóta vafans, rétt í þessu var ég að senda honum eftirfarandi tölvupóst. Við skulum vona að hann muni fá mínútnu frið til þess að skoða tölvupóstinn sinn í næstu viku. Greyið maðurinn er örugglega bara svona svakalea upptekinn. Skal láta vita hvort ég fái svar:

Sæll Karl Sigurbjörnsson

Ég hlakkaði afskaplega mikið til að sjá svar þitt í 24 stundum í dag, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar það kom í ljós að þú varst svo afskaplega upptekinn að þú gast ekki svarað einni spurningu, þrátt fyrir "ítrekaðar tilraunir" blaðamanna.

Ef þú hefur tíma til þess að lesa þennan tölvupóst, þá hefði ég afskaplega gaman af því ef þú gætir svarað spurningunni sem fréttamaðurinn lagði fyrir þig. Ef þú hefur ekki tíma núna til þess að ýta á "svara" og skrifa "já" eða "nei", þá get ég alveg beðið. Vonandi verðurðu ekki svona afskaplega upptekinn allt til starfsloka.

Hérna er spurningin: "Ef samkynhneigt par biður þig að staðfesta samvist sína í kirkju, munt þú gera það?"

bestu kveðjur, Hjalti Rúnar Ómarsson


mbl.is Hýrnar yfir kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er sammála þér þarna, Karlinn hefði átt að svara.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Það tekur mjög langan tíma að seja já, og enn lengri að segja nei.

Sindri Guðjónsson, 6.7.2008 kl. 00:30

3 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Ég heyrði viðtal fyrir nokkrum mánuðum síðan við Karl Biskup, Ég veit hver afstaða hanns er varðandi samvist samkyhneigðra í  Kirkju.

það er skýrt og klárt. Hann myndi segja NEi

Sölvi Arnar Arnórsson, 6.7.2008 kl. 01:25

4 identicon

karl.sigurbjornsson at kirkjan.is

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Carlos, ég skil ekki af hverju þú ert að benda á tölvupóstfangið hans Kalla biskups, því eins og fram kemur í greininni, þá er ég þegar búinn að senda honum tölvupóstinn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.7.2008 kl. 21:21

6 identicon

Frábært framtak hjá þér Hjalti.

Valsól (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 01:12

7 Smámynd: Jón Stefánsson

Ekkert svar?

Jón Stefánsson, 17.7.2008 kl. 21:09

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekkert svar komið, ætli maður þurfi ekki bara að senda það aftur eða hringja og spyrja hvort hann hafi tíma á næstunni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.7.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband