Skráning í stjórnmálaflokka

Þetta er breyting til batnaðar, en af hverju er ekki þessi sjálfkrafa skráning nýfæddra barna í trúfélög algerlega felld niður? 

Ímyndum okkur bara hvort að okkur þætti sambærilegt kerfi við hæfi ef um stjórnmálaflokka væri að ræða. Ef báðir foreldrarnir eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn, þá myndi barnið þeirra vera sjálfkrafa skráð í Sjálfstæðisflokkinn! 


mbl.is Ótilgreind staða við fæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn eru greinilega ekki að ná mannréttindabrotinu í þessu. Kannski er þetta áfangi, en ég sé ekki að þetta frumvarp breyti neinu.

Svo er nú spurningin sem kannski láist að spyrja í þessu: Af hverju er Íslenska ríkið að setja lög um þessi efni? 

Er nokkur leið að sjilja þetta öðruvísi en að um ríkistrú sé að ræða og að andleg sannfæring heyri undir vald hins opinbera? Er kannski hægt að refsa fólki fyrir að hafna þessu? 

Kannski verðugt verkefni fyrir lögmannskandídat að stúdera. 

Nú þræta kirkjunnar menn fyrir það að hér sé ríkistrú og jafnvel að kirkjan sé ríkiskirkja. Það er ekki að sjá á nýlegum inngripum ríkisendurskoðunnar í hlutverk Biskups Íslands. Þar virðist ríkið ákvarða starfsvið og ábirgð embættisins. 

Ég er sannfærður um að hér er lögfræðilegur Akkilesarhæll sem gæti bundið enda á þessa vitleysu.

Menn eru samkvæmt mannréttindum frjálsir að trúarskoðun sinni. Eru börn ekki manneskjur? Verður þú ekki manneskja fyrr en við 16 ára aldurinn? 

Þetta er ógeðslegur yfirgangur. Ríkið gæti alveg eins sett lög um kynhneigð eða stjórnmálasannfæringu. Ríkiskynhneigð hljómar intressant.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2011 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband