Að slíta úr samhengi

Í trúmálaumræðum hef ég ansi oft verið sakaður um að slíta eitthvað úr samhengi. Viðkomandi reynir samt nánast aldrei að rökstyðja þessa ásökun sína. Oft virðist þetta bara vera sjálfkrafa viðbrögð hjá trúfólki þegar því er bent á einhver ljót vers í biblíunni.

Ég ímynda mér að það sé eitthvað svona í gangi: "Biblían er svo falleg bók að svona ljótur boðskapur Einhvern veginn er búið að umbreyta upprunalega fallega boðskapnum. Trúleysinginn hlýtur að hafa slitið textann úr samhengi."

Ef einhver þessara trúmanna sem stunda þetta eru að lesa þessa færslu, þá langar mig að útskýra fyrir þeim muninn á að "slíta úr samhengi" og að "vitna í". Það að vitna bara í hluta úr texta, og taka hann þannig úr samhenginu, er ekki að slíta textann úr samhengi. Að slíta texta úr samhengi gefur til kynna að hann þýði eitthvað annað í samhenginu. 

Ef ég hefði skrifað í gær: "Mér finnst ástæða til þess að láta lögregluna vita af því sem Siggi sagði í gær, hann hótaði Magga lífláti með því að segja: "Maggi, ég ætla að skjóta þig í hausinn.", þá gæti ég verið að slíta þetta úr samhengi, en hugsanlega er ég ekki að gera það. Til þess að komast að því þá kíkjum við á hvaðan tilvitnunin er komin og athugum hvort hún þýði eitthvað allt annað í sínu upprunalega samhengi.

Ég væri ekki að slíta ummæli Sigga úr samhengi ef þau hefði verið sögð í þessu samhengi: Siggi ræðst á Magga með hníf, en Maggi nær að verjast árásinni og Siggi hleypur í burtu og öskrar þessi orð.  

Ég væri að slíta ummæli Sigga úr samhengi ef þau hefðu verið sögð í þessu samhengi: Siggi, Maggi og aðrir vinir þeirra voru að spila tölvuleik þar sem markmiðið er að drepa hina spilarana. Siggi sagði þessi orð rétt áður en hann skaut karakter Magga í hausinn.

Ef einhver kemur með ásökun um að eitthvað sé slitið úr samhengi, þá er lágmarks krafa að viðkomandi útskýri hvað hann á við (t.d. "Þetta er slitið úr samhengi. Siggi var að tala um að skjóta Magga í tölvuleik!"), sérstaklega þar sem það ætti að vera afksaplega auðvelt ef orðin eru virkilega slitin úr samhengi.

Þetta hljómar allt voða einfalt, en sumir trúmenn virðast ekki ná þessu (nýjasta dæmið er í síðustu færslunni minni). Kæru trúmenn, reynið nú að vanda málflutning ykkar örlítið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúaðir sjá bara eitt samhengi; Sig sjálfa og endalausan lúxus; Þeir eru blindaðir af græðgi. Glópagull / Glópabull; Af sama meiði.

doctore (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 08:59

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Allt í biblíunni sem ekki hljómar þannig að það falli að huglægu og síbreytilegu siðgæði nútímamannsins er einfaldlega rangt túlkað. Þú hlýtur að sjá fegurðina í þessum göfuga þankagangi.

Kristinn Theódórsson, 29.11.2010 kl. 13:47

3 identicon

Er haegt ad gera kröfur til samviskulausra og óheidarlegra manna?  "Rökraeda" theirra er í raesinu.  Allir sjá theirra fals og óheidarlega karakter.  Nei...Hjalti thú getur ekki búist vid uppbyggilegri umraedu eda skodanaskiptum vid thessar ómerkilegu falstuskur.

Plastic (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 20:34

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst heldur lakara þegar trúmenn segja mér að ritningarstaðir þýði eitthvað annað en orðin augljóslega gefa í skyn. Þeir láta nánast alltaf hjá líða að segja manni hvað þeir lesa.  Nú eða þá þegar að þeir segja að eitthvað sé myndmál en segja manni ALDREI hverju myndmálinu er ætlað að koma yfir.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2010 kl. 23:58

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Steinar, já, það er líklega rökræðutrikk af svipuðum toga. Eftirminnilegt dæmi er þegar Kalli biskup sagði að "eilífar kvalir" í einni játningu ríkiskirkjunnar væri myndmál.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.11.2010 kl. 00:24

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst þessi sketch frá Nonstmpcollector lýsa þessu fullkomlega, fyrir utan svo að vera drepfyndinn.

Velti því fyrir mér hvort trúaðir sjá húmorinn í þessu og langar að varpa fram þeirri spurningu til þeirra, ef þeir vildu vera svo kærleiksríkir að gefa mér álit sitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 21:29

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, eins og vanalega, þá er NonStampCollector með þetta allt á hreinu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.12.2010 kl. 07:37

8 identicon

Það er óskaplega erfitt að ræða við þá sem hafa engann skilning og skilja ekki út á hvað Biblían gengur. Þeir eru iðulega uppteknir af aukaatriðum hennar. Gera sér ekki grein fyrir þeim leyndardómi sem hún geymir öllum til handa sem nenna að kynna sér af eigin raun. Þetta kemur ekki nema menn leiti og knýi á sjálfir. Af hverju skyldi hún enn vera eftirsóttasta bók veraldar víst hún er svona gölluð?

Sveinn (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:59

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Út á hvað gengur Biblían?

Matthías Ásgeirsson, 7.12.2010 kl. 09:29

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sveinn, þessi athugasemd þín virðist ekki tengjast bloggfærslunni minni. Reyndu nú að festa fingur á málefninu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.12.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband